Apollo-geimfarinn Al Worden látinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 22:57 Al Worden í geimbúningi sínum áður en hann flaug til tunglsins í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971. AP/NASA Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020 Andlát Geimurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020
Andlát Geimurinn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira