„Mín súrasta stund á ferlinum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. mars 2020 17:00 vísir/getty Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH til margra ára, segir að sín súrasta stund á ferlinum hafi verið úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni sem tapaðist í uppbótartíma. Leikurinn var gerður upp á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportið í kvöld en Ríkharð Óskar Guðnason fékk þá Davíð Þór Viðarsson og Veigar Pál Gunnarsson í settið til sín. „Þetta er mín súrasta stund á ferlinum og breytist ekki úr þessu,“ en Davíð lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Að mörgu leyti var þetta samt frábær upplifun að fá taka þátt í þessum leik fyrir allar þessa áhorfendur og sérstaklega í Kaplakrika. Þú hefðir aldrei fengið þessa stemningu á Laugardalsvelli með þennan fjölda.“ „Það var frábær upplifun en auðvitað hvernig þessi leikur fór og að missa af Íslandsmeistaratitlinum það var ótrúlega súrt.“ Klippa: Sportið í kvöld: Davíð um úrslitaleikinn 2014 Veigar segir að bæði lið hafi borið mikla virðingu fyrir hvor öðru og það hafi sést í leikslok þegar liðin tókust í hendur. „Þeir gerðu það enda berum við mikla virðingu fyrir FH-ingum og þeir greinilega til okkar líka. Við skyldum bróðurlega af eftir leikinn. Það hafði ekkert með okkur að gera hvað Kristinn Jakobsson og dómararnir gera,“ sagði Veigar. „Kiddi dæmir leikinn nokkuð vel og vítaspyrnudómurinn er 50/50. Það er hægt að dæma á þetta eða ekki og rangstöðumarkið er ekki Kidda að kenna svo hann dæmir þennan leik mjög vel að mínu mati,“ bætti Veigar við áður en Davíð tók við boltanum að nýju: „Ég er algjörlega sammála því. Eins og þetta lítur út fyrir honum er þetta vítaspyrna og það er ekkert hægt að væla yfir því þótt maður hafi verið brjálaður í mómentinu. Þessi leikur er svo ótrúlega frægur útaf ákvörðunum og það er sorglegt að ákveðnu leyti af því þetta var geggjaður leikur,“ sagði Davíð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Sjá meira
Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH til margra ára, segir að sín súrasta stund á ferlinum hafi verið úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni sem tapaðist í uppbótartíma. Leikurinn var gerður upp á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportið í kvöld en Ríkharð Óskar Guðnason fékk þá Davíð Þór Viðarsson og Veigar Pál Gunnarsson í settið til sín. „Þetta er mín súrasta stund á ferlinum og breytist ekki úr þessu,“ en Davíð lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. „Að mörgu leyti var þetta samt frábær upplifun að fá taka þátt í þessum leik fyrir allar þessa áhorfendur og sérstaklega í Kaplakrika. Þú hefðir aldrei fengið þessa stemningu á Laugardalsvelli með þennan fjölda.“ „Það var frábær upplifun en auðvitað hvernig þessi leikur fór og að missa af Íslandsmeistaratitlinum það var ótrúlega súrt.“ Klippa: Sportið í kvöld: Davíð um úrslitaleikinn 2014 Veigar segir að bæði lið hafi borið mikla virðingu fyrir hvor öðru og það hafi sést í leikslok þegar liðin tókust í hendur. „Þeir gerðu það enda berum við mikla virðingu fyrir FH-ingum og þeir greinilega til okkar líka. Við skyldum bróðurlega af eftir leikinn. Það hafði ekkert með okkur að gera hvað Kristinn Jakobsson og dómararnir gera,“ sagði Veigar. „Kiddi dæmir leikinn nokkuð vel og vítaspyrnudómurinn er 50/50. Það er hægt að dæma á þetta eða ekki og rangstöðumarkið er ekki Kidda að kenna svo hann dæmir þennan leik mjög vel að mínu mati,“ bætti Veigar við áður en Davíð tók við boltanum að nýju: „Ég er algjörlega sammála því. Eins og þetta lítur út fyrir honum er þetta vítaspyrna og það er ekkert hægt að væla yfir því þótt maður hafi verið brjálaður í mómentinu. Þessi leikur er svo ótrúlega frægur útaf ákvörðunum og það er sorglegt að ákveðnu leyti af því þetta var geggjaður leikur,“ sagði Davíð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Sjá meira