Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 15:43 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru ekki enn tilbúin að gefa út sérstaka aðgerðapakka vegna stöðunnar í íslensku íþróttalífi út af kórónuveirunni. Íþróttamálaráðherra segir samt að stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna. Lilja Alfreðsdóttir, íþróttamálaráðherra, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Við erum að setja saman aðgerðapakka í þessum töluðu orðum og við vitum að það eru erfiðleikar út um allt. Vonandi er staðan tímabundin en þetta er rosalegt högg meðan á þessu stendur og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir í þættinum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að það sé mjög mikilvægt að við myndum svokallaða efnahagslega loftbrú meðan á þessu ástandi varir. Þetta er heilbrigðisvá sem er orðin núna samfélagsvá og þá kemur ríkisvaldið og hið opinbera og tekur höndum saman til að ná utan um þá þætti samfélagsins sem skipta okkur verulegu máli,“ sagði Lilja. „Við höfum verið með samninga við íþróttahreyfinguna og vitum auðvitað að það eru mörg vandamál og við viljum að sjálfsögðu gera allt sem við getum til að koma til móts við þessa fordómalausu stöðu,“ sagði Lilja. Lilja var ekki tilbúin að gefa neitt út um aðgerðapakka í þættinum hjá Henry og Kjartani en hún segir að þessi aðgerðapakki sé á leiðinni. „Það er ekki búið að klára aðgerðapakkann en ég get sagt ykkur það að við eigum í mjög miklu samstarfi við íþrótta- og æskulífshreyfinguna. Við höfum verið að heyra í henni um hver nákvæmlega staðan er. Sama á við um menntakerfið og um menninguna,“ sagði Lilja. Hún gat því ekki sagt neitt um sértækar aðgerðir fyrir íþróttahreyfinguna eins og staðan er núna. „Ég get ekki sagt það á þessum tímapunkti því það á eftir að kynna aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem verður gert á allra næstu dögum. Við erum mjög meðvituð um stöðuna og við vitum að íþróttahreyfingin hefur staðið sig frábærlega og hefur gert það um áratuga skeið. Ég hef sagt það að það gleymist stundum að íþróttafélögin eru eldri en elstu stjórnmálaflokkarnir og hafa heldur betur lagt sitt af mörkum til að búa til þetta sterka samfélag okkar,“ sagði Lilja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira