Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 19:07 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23
„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15