„Risastórt skref“ að fá rafíþróttir í sjónvarpi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 07:00 Það er mikið lagt í útsendingar frá stærstu mótum heims í rafíþróttum. VÍSIR/GETTY „Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“ Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sjá meira
„Það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, en útsendingar frá rafíþróttum á Stöð 2 eSport hefjast í dag. Útsendingarnar má sjá á Stöð 2 Sport 4 og þar verður í kvöld hægt að sjá fremstu lið landsins keppa í Counter-Strike og League of Legends. Hins vegar verður byrjað á að sýna frá HM í KARDS, íslenskum tölvuleik sem Ólafur Hrafn segir að komi úr smiðju reynslubolta í faginu; fyrrverandi starfsmanna CCP. „Þetta er sem sagt spilaleikur sem byggir á seinni heimsstyrjöldinni, þar sem menn safna spjöldum og búa til sinn stokk, óvinurinn býr til sinn stokk, og svo keppa þeir. Þessi leikur er ennþá í „early access“, eins og það er kallað, en fer í fulla útgáfu á næstu mánuðum. Það hefur gengið þokkalega vel með þennan leik og heildarfjöldi spilara fór yfir 100 þúsund þegar heimsmeistaramótið var í gangi, og leikurinn hefur vaxið slatta síðan þá,“ segir Ólafur Hrafn. Úrslitaleikirnir frá fyrstu leiktíðinni í íslensku rafíþróttadeildinni, sem nú ber heitið Vodafone-deildin, verða sýndir í kvöld en á miðvikudag verður fyrsta beina útsendingin frá nýrri leiktíð þegar Fylkir og Þór Akureyri keppa í Counter-Strike. Vonir standa jafnframt til þess að hægt verði að senda út frá leikjum landsliðs Íslands í Pro Evolution Soccer á mánudaginn. Tölvuleikir hafa lengi verið vinsæl afþreying og rafíþróttir eru mest vaxandi íþróttagrein í sjónvarpi í dag. „Þetta er í raun eins og áhorf á hvern annan hlut. Það er bara mjög gaman að sjá einhvern gera hlutina sem þú hefur áhuga á rosalega vel,“ segir Ólafur Hrafn og bætir við: „Það er auðvitað svolítið nýtt að færa þetta yfir í sjónvarpið, og það er risastórt skref að þetta vinsæla efni sé komið yfir í sjónvarp á Íslandi.“
Rafíþróttir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16 Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00 „Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sjá meira
Vodafone deildin hefst í næstu viku Deildin er keppni milli átta bestu liða landsins í League of Legends og Counter Strike: Global Offensive. 19. mars 2020 12:16
Ný sjónvarpsstöð fyrir rafíþróttir Í þessum mánuði fer í loftið ný sjónvarpsstöð, Stöð 2 ESPORT, sem sýna mun frá keppni í rafíþróttum á Íslandi. 18. mars 2020 06:00
„Það þarf að fara að líta á þetta sem alvöru íþrótt“ Fyrsti þátturinn af hlaðvarpinu Gagnaverið er kominn í loftið og er fjallað þar um rafíþróttir. 5. mars 2020 20:00