Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 11:27 Skimun fyrir kórónuveirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu í Turninum Kópavogi. Vísir/vilhelm Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 409, samkvæmt nýuppfærðum tölum á vefsíðunni Covid.is. Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Sjö eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar og 4166 eru í sóttkví. Þá hafa 577 lokið sóttkví og tekin hafa verið 9189 sýni. Fram kom á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að töluverð aukning hefði orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi allra síðustu daga. Í gær, þegar staðfest smit voru 330, hafði þeim fjölgaði um 80 frá því daginn áður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þetta fyrstu vísbendingar um að við værum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp, og að veiran væri að ná sér á flug. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. Hann hefur aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Nánar er rætt við Ragnar Frey hér þar sem hann lýsir vinnunni í Covid-teymi spítalans. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. 20. mars 2020 10:45 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 „Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Foreldrar hjartveiks drengs eru nú heima í sóttkví þar sem þau eru bæði smituð af kórónuveirunni. Þau vita ekki hvernig eða hvar þau smituðust og reyndu að taka greiningunni með ró. 20. mars 2020 09:00 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Staðfest kórónuveirusmit eru nú orðin 409, samkvæmt nýuppfærðum tölum á vefsíðunni Covid.is. Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. Sjö eru inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna veirunnar og 4166 eru í sóttkví. Þá hafa 577 lokið sóttkví og tekin hafa verið 9189 sýni. Fram kom á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að töluverð aukning hefði orðið í greiningu á kórónuveirusmitum hér á landi allra síðustu daga. Í gær, þegar staðfest smit voru 330, hafði þeim fjölgaði um 80 frá því daginn áður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði þetta fyrstu vísbendingar um að við værum á leið upp ákveðna „brekku“ í kúrvu faraldursins sem teiknuð hefur verið upp, og að veiran væri að ná sér á flug. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans. Hann hefur aldrei séð viðlíka samvinnu og sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana en hann hefur verið afar gagnrýnin á Landspítalann og heilbrigðisyfirvöld á samfélagsmiðlum í gegnum tíðina. Nánar er rætt við Ragnar Frey hér þar sem hann lýsir vinnunni í Covid-teymi spítalans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. 20. mars 2020 10:45 17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19 „Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Foreldrar hjartveiks drengs eru nú heima í sóttkví þar sem þau eru bæði smituð af kórónuveirunni. Þau vita ekki hvernig eða hvar þau smituðust og reyndu að taka greiningunni með ró. 20. mars 2020 09:00 Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa brotið reglur um sóttkví Luka Jovic, framherji Real Madrid, sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Instagram í gær eftir að fréttir bárust af því að hann hefði brotið af sér í sóttkví er hann var í heimsókn í heimalandi sínu, Serbíu. 20. mars 2020 10:45
17 af 20 veikir í togara í Eyjum Fiskiskip með tuttugu manns um borð lagði að bryggju í Vestmannaeyjum klukkan ellefu í gærkvöldi. Sautján af tuttugu höfðu glímt við veikindi og voru þrír mikið veikir. 20. mars 2020 10:19
„Ömurlegar fréttir þegar maður er ófrískur og með langveikt barn“ Foreldrar hjartveiks drengs eru nú heima í sóttkví þar sem þau eru bæði smituð af kórónuveirunni. Þau vita ekki hvernig eða hvar þau smituðust og reyndu að taka greiningunni með ró. 20. mars 2020 09:00
Kórónuveiruvaktin: Föstudagur og fæstir á faraldsfæti Í dag er vika síðan Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tilkynnti um samkomubann í fjórar vikur til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 20. mars 2020 08:03