Gáfu Landspítalanum fimmtán öndunarvélar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2020 15:54 Reykjavík vetur Vísir/Vilhelm Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Landspítalanum bárust síðdegis fimmtán öndunarvélar til notkunar á Landspítalanum. Um er að ræða gjöf sem berst frá Bandaríkjunum að frumkvæði Íslendinga ytra sem vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir gjöfina gríðarlega mikilvæga í undirbúningi á spítalanum sem stendur sem allra hæst vegna kórónuveirunnar. „Þær voru að lenda hjá okkur fyrir nokkrum mínútum. Það er beinlínis verið að opna pakkana,“ segir Anna Sigrún. 26 öndunarvélar eru á gjörgæsludeild Landspítalans fyrir og útboð vegna nýrra öndunarvéla, þrjátíu talsins, stendur yfir. Barátta er að markaðnum eðli máls samkvæmt enda kórónuveirufaraldur um allan heim og heilbrigðisyfirvöld í hörðum slag um tækjabúnað. Gjöfin inniheldur þrjár öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu og tólf sem hægt er að nota á almennum deildum. Þá munu fimm öndunarvélar til notkunar á gjörgæslu bætast við á næstunni. Kærkomin gjöf og gott betur. Anna Sigrún segir að öndunarvélarnar séu af gerð sem hafi áður verið í notkun á spítalanum. Sem skipti máli og auðveldi allt. Nú sé verið að yfirfara vélarnar og ganga úr skugga um að allir íhlutir séu á sínum stað svo hægt verði að taka þær í notkun þegar þörf krefur. Hinir gjafmildu, sem eru að stofninum til íslenskir að sögn Önnu Sigrúnar, vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu. Viðkomandi hafi farið í þetta verkefni að frumkvæði, leitað uppi vélar og fundu. Þær bárust svo í dag. „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við erum ljónheppin!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var talið að allar öndunarvélarnar fimmtán væru fyrir gjörgæslu. Þá liggur nú fyrir að fimm öndunarvélar bætast við á næstunni og stefnir því í heildargjöf upp á átta öndunarvélar fyrir gjörgæslu og tólf til notkunar á almennri deild.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira