Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 23:28 Gondólar liggja nú bundnir við bryggju vegna útgöngubanns á Ítalíu. Vatnið í síkjum Feneyja er tærara vegna minni bátaumferðar en það er ekki endilega hreinna eins og vinsælar samfélagsmiðlafærslur hafa gefið til kynna. AP/Anteo Marinoni/LaPresse Töluvert ber nú af misvísandi sögum og fréttum á samfélagsmiðlum af því að dýralíf blómstri í borgum sem hafa verið settar í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Sumar þeirra eru sagðar bókstaflega falsaðar en aðrar misvísandi. Svanir og höfrungar eiga að hafa láti aftur á sér kræla í Feneyjum vegna minni mengunar frá athöfnum manna í faraldrinum og fílahjörð gerði sér glaðan dag í kínversku þorpi á meðan mannfólkið hélt sig fjarri hvert öðru samkvæmt fréttum sem var dreift víða á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok. Færslurnar hafa jafnvel orðið að fréttum í virðulegum fjölmiðlum, þar á meðal í breska blaðinu The Guardian. Að sögn náttúruvísindatímaritsins National Geographic áttu þessar vinsælu samfélagsmiðlafréttir sér þó ekki stoð í raunveruleikanum. Þannig eru svanir tíðir gestir í síkjum Burano á Fenyjasvæðinu þvert á það sem ætla mátti af vinsælli samfélagsmiðlafærslu. Myndir sem voru teknar af höfrungum sem áttu að vera komnir aftur til Feneyja voru í raun teknar við ítölsku eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafi, hundruð kílómetra frá Feneyjum. Eins var með myndir af fílahjörð sem var sögð hafa ruðst inn í þorp í Yunnan-héraði í Kína og fílarnir orðið svo hífaðir af kornvíni að þeir hafi sofnað í garði. Fílar fóru vissulega í gegnum þorpið nýlega en það er ekki óvanalegt. Myndirnar sem fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla voru heldur ekki af þeim. Fílarnir urðu heldur ekki ölvaðir. While humans carry out social distancing, a group of 14 elephants broke into a village in Yunan province, looking for corn and other food. They ended up drinking 30kg of corn wine and got so drunk that they fell asleep in a nearby tea garden. pic.twitter.com/ykTCCLLCJu— Corono she better don t (@Spilling_The_T) March 18, 2020 Of margir líkað við tístið til að eyða því National Geographic ræddi við indverska konu sem tísti myndum af svönum í Feneyjum sem um milljón Twitter-notendur líkuðu við. Hún segir tímaritinu að hún hafi séð myndirnar á samfélagsmiðli og ákveðið að setja þær saman í tíst. Hún hafi ekki vitað að svanir væru fastagestir í Burano og aldrei hvarflaði að henni að tístið ætti eftir að fara sigurför um netheiminn. „Tístið snerist um að deila einhverju sem færði mér gleði á þessum drungalegu tímum. Ég vildi að það væri breytingavalmöguleiki á Twitter fyrir augnablik einmitt eins og þetta,“ segir Kaveri Ganapathy Ahuja sem býr í Nýju-Delí. Here's an unexpected side effect of the pandemic - the water's flowing through the canals of Venice is clear for the first time in forever. The fish are visible, the swans returned. pic.twitter.com/2egMGhJs7f— Kaveri (@ikaveri) March 16, 2020 Hún hefur engu að síður ekki eytt tístinu og segist ekki ætla að gera. Aldrei áður hafi hún fengið eins mikil viðbrögð við tísti og því vilji hún ekki kasta því fyrir róða. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að staðfesta og hrekja fréttir og fullyrðingar sem fara á flug, bendir á að jafnvel þó að vatnið á myndum frá Feneyjum virðist hreinna nú en áður sé það ekki endilega tilfellið. Vatnið líti vissulega út fyrir að vera tærarar en það sé ekki endilega hreinna. Ástæðan sé líklega sú að vegna útgöngubanns í Feneyjum og annars staðar á Ítalíu hafi dregið verulega úr bátaumferð sem þyrlar alla jafna upp seti í vatninu og gerir það gruggugt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Ítalía Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Töluvert ber nú af misvísandi sögum og fréttum á samfélagsmiðlum af því að dýralíf blómstri í borgum sem hafa verið settar í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Sumar þeirra eru sagðar bókstaflega falsaðar en aðrar misvísandi. Svanir og höfrungar eiga að hafa láti aftur á sér kræla í Feneyjum vegna minni mengunar frá athöfnum manna í faraldrinum og fílahjörð gerði sér glaðan dag í kínversku þorpi á meðan mannfólkið hélt sig fjarri hvert öðru samkvæmt fréttum sem var dreift víða á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok. Færslurnar hafa jafnvel orðið að fréttum í virðulegum fjölmiðlum, þar á meðal í breska blaðinu The Guardian. Að sögn náttúruvísindatímaritsins National Geographic áttu þessar vinsælu samfélagsmiðlafréttir sér þó ekki stoð í raunveruleikanum. Þannig eru svanir tíðir gestir í síkjum Burano á Fenyjasvæðinu þvert á það sem ætla mátti af vinsælli samfélagsmiðlafærslu. Myndir sem voru teknar af höfrungum sem áttu að vera komnir aftur til Feneyja voru í raun teknar við ítölsku eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafi, hundruð kílómetra frá Feneyjum. Eins var með myndir af fílahjörð sem var sögð hafa ruðst inn í þorp í Yunnan-héraði í Kína og fílarnir orðið svo hífaðir af kornvíni að þeir hafi sofnað í garði. Fílar fóru vissulega í gegnum þorpið nýlega en það er ekki óvanalegt. Myndirnar sem fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla voru heldur ekki af þeim. Fílarnir urðu heldur ekki ölvaðir. While humans carry out social distancing, a group of 14 elephants broke into a village in Yunan province, looking for corn and other food. They ended up drinking 30kg of corn wine and got so drunk that they fell asleep in a nearby tea garden. pic.twitter.com/ykTCCLLCJu— Corono she better don t (@Spilling_The_T) March 18, 2020 Of margir líkað við tístið til að eyða því National Geographic ræddi við indverska konu sem tísti myndum af svönum í Feneyjum sem um milljón Twitter-notendur líkuðu við. Hún segir tímaritinu að hún hafi séð myndirnar á samfélagsmiðli og ákveðið að setja þær saman í tíst. Hún hafi ekki vitað að svanir væru fastagestir í Burano og aldrei hvarflaði að henni að tístið ætti eftir að fara sigurför um netheiminn. „Tístið snerist um að deila einhverju sem færði mér gleði á þessum drungalegu tímum. Ég vildi að það væri breytingavalmöguleiki á Twitter fyrir augnablik einmitt eins og þetta,“ segir Kaveri Ganapathy Ahuja sem býr í Nýju-Delí. Here's an unexpected side effect of the pandemic - the water's flowing through the canals of Venice is clear for the first time in forever. The fish are visible, the swans returned. pic.twitter.com/2egMGhJs7f— Kaveri (@ikaveri) March 16, 2020 Hún hefur engu að síður ekki eytt tístinu og segist ekki ætla að gera. Aldrei áður hafi hún fengið eins mikil viðbrögð við tísti og því vilji hún ekki kasta því fyrir róða. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að staðfesta og hrekja fréttir og fullyrðingar sem fara á flug, bendir á að jafnvel þó að vatnið á myndum frá Feneyjum virðist hreinna nú en áður sé það ekki endilega tilfellið. Vatnið líti vissulega út fyrir að vera tærarar en það sé ekki endilega hreinna. Ástæðan sé líklega sú að vegna útgöngubanns í Feneyjum og annars staðar á Ítalíu hafi dregið verulega úr bátaumferð sem þyrlar alla jafna upp seti í vatninu og gerir það gruggugt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Ítalía Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira