Tólf á Landspítalanum með COVID-19 Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2020 12:39 Páll Matthíasson Vísir/Egill Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Tólf liggja á Landspítalanum með COVID-19 þar af einn á gjörgæslu. Forstjóri Landspítalans segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin fjögur hundruð og sjötíu og þrjú hér á landi en á síðasta sólarhring greindust sextíu og fjórir með veiruna. Í gær voru tekin fimm hundruð sjötíu og níu sýni en daginn áður voru sýnin um þrettán hundruð. Mestu munar þar um að Íslensk erfðagreining tók aðeins áttatíu og eitt sýni í gær en hefur verið að taka allt yfir fjórtán hundruð sýni á dag hingað til. Skortur á sýnapinnum hefur orðið til þess að fyrirtækið getur ekki tekið sama fjölda af sýnum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir álagið á spítalanum vegna veirunnar hafa aukist mikið síðustu daga. „Við erum með níu inniliggjandi vegna COVID-sýkingar,“ Hann segir einn af þeim sem eru á spítalanum vera á gjörgæslu. Páll segir mikla vinnu hafa farið í það í vikunni að koma upp sérstakri COVID-19 göngudeild. „Fólk sem að kennir sér meins, eða telur sig hugsanlega vera að veikjast, það hefur samband í gegnum 1770 og heilsugæsluna. Þegar fólk hefur verið greint með sýkingu þá heldur Landspítali utan um það fólk. Við erum með markvissar hringingar og reynum að halda fólki heima. En ef það þarf að koma þá sjáum við það hér í gámum,“ segir Páll. Þá segir Páll reglulega hringt í þá sem eru með veiruna og til að meta líðan og ástand fólkins. „Þetta er gríðarleg vinna okkar heilbrigðisstarfsfólks og við erum með í kringum fimmtíu manns í þessari göngudeild núna sem að var ekki til fyrir tíu dögum,“ segir Páll Matthíasson. Uppfært: Samkvæmt nýjustu tölum liggja nú tólf á Landspítala COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira