Kára bíður erfið ákvörðun ef ÓL verður frestað Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 22:00 Kári Gunnarsson er fremsti badmintonspilari landsins. SKJÁSKOT/STÖÐ 2 Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Draumur Kára Gunnarssonar um að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er úti eftir að öllum mótum þar sem honum gafst kostur á að vinna sér inn stig á heimslista var frestað vegna kórónuveirunnar. Eins og staðan er núna er Kári í 45. sæti á ólympíulistanum, eftir að tekið hefur verið tillit til takmarkana á fjölda frá hverri þjóð, en 40 efstu komast á Ólympíuleikana. Það átti að vera hægt að keppa á mótum næstu tvo mánuði til að safna stigum á listanum en nú er sá möguleiki úr sögunni. Óvissa ríkir reyndar jafnframt um hvort leikarnir fari fram í sumar en það er þó enn stefnan. „Það var reiknað með og vonast til þess að ég kæmist inn með því að vinna mér þátttöku á þeim mótum sem fram undan voru. Þetta þýðir að ég get ekki gert neitt núna. Ég er bara að bíða eftir tilkynningu frá heimssambandinu í badminton um það hvað sambandið ætlar að gera varðandi þátttöku á leikunum. Ég reyni bara að halda mér í formi þar til að ég veit meira,“ sagði Kári við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur en Kári er staddur hér á landi. „Eins og er þá eru hallirnar opnar á Íslandi. Ég æfi vanalega úti í Danmörku en það er búið að loka öllu þar. Ég kom því til Íslands á sunnudaginn til að æfa. Það eru engar skipulagðar æfingar en við fáum að mæta í höllina svo ég get æft á hverjum degi, sem er frábært. Þetta er auðvitað erfitt, leiðinlegt og glatað, að fá ekki að klára þetta almennilega, en á hinn bóginn get ég ekki stjórnað neinu varðandi þetta. Mér finnst ég hafa gert allt rétt hingað til og verð að fókusa á það. Það eru margir aðrir í sömu stöðu og ég,“ sagði Kári. Ef Ólympíuleikunum verður frestað um eitt ár er ekki sjálfgefið að Kári freisti þess að komast á þá: „Ég verð að meta stöðuna þegar það kemur í ljós. Það er augljóslega mjög erfið ákvörðun sem ég þarf að taka, ef Ólympíuleikunum verður frestað í eitt ár, hvort að ég haldi áfram á sama hátt og ég hef gert núna. Þetta er mjög hörð vinna sem að maður leggur á sig sem atvinnumaður í einstaklingsíþrótt á Íslandi. Ég verð bara að sjá til.“ Klippa: Kári Gunnars fer ekki á ÓL í ár
Badminton Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Eftir tveggja ára baráttu hafa allir ÓL möguleikarnir nú horfið vegna COVID-19 Ólympíudraumur íslenska badmintonspilarans Kára Gunnarssonar er svo gott sem dáinn svo framarlega sem að Ólympíuleikunum verði ekki frestað og enn á ný er hægt að kenna kórónuveirunni um. 13. mars 2020 13:00