Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2020 07:03 Æ fleiri fyrirtæki skella í lás um óákveðinn tíma. Vísir/Getty „Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira