Fyrirtæki skella í lás: „Við lifum á skrítnum tímum“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2020 07:03 Æ fleiri fyrirtæki skella í lás um óákveðinn tíma. Vísir/Getty „Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Kæru viðskiptavinir, við lifum á skrítnum tímum…“ Svona hefst tilkynning Narfeyrarstofu, veitingastaðar í Stykkishólmi, sem tilkynnti lokun í gærkveldi. Tilkynningin er ekkert einsdæmi því á Facebook mátti strax sjá tilkynningar frá ýmsum fyrirtækjum um lokun strax í kjölfar fregna um hert samgöngubann. Þær tilkynningar voru ekki einungis frá fyrirtækjum sem tilmæli stjórnvalda ná til. Í gær tilkynnti Heilbrigðisráðuneytið, eftir tillögu sóttvarnalæknis, að samkomur skuli nú takmarkaðar við 20 manns í stað 100. Tekur hert samgöngubann gildi á miðnætti í kvöld. Þá þurfa fyrirtæki eins og hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og sambærileg starfsemi, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir, spilasalir, spilakassar og söfn að loka. Íþróttastarf fellur niður þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, s.s. skíðalyftur. En fleiri fyrirtæki tilkynna lokanir og það á einnig við um fyrirtæki sem áður höfðu leitað lausna til að bregðast við samdrátt og samgöngubann. Sem dæmi má nefna tilkynntu veitingahúsin Narfeyrastofa og Sjávarpakkhúsið í Stykkishólmi fyrr í mánuðinum, að staðirnir myndu deila með sér opnunartíma þar sem hvor staður væri með opið í viku á víxl. Allt kom þó fyrir ekki. „Á þeim 19 árum sem við höfum verið að reka veitingahúsið Narfeyrarstofu í Stykkishólmi hefur aldrei verið uppi viðlík staða í rekstrarumhverfi í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá eigendum Narfeyrarstofu í gærkveldi. Lokunin er um óákveðinn tíma. Fleiri fyrirtæki hafa lokað þar sem önnur úrræði hafa ekki dugað til. Kvikmyndahúsið á Selfossi tilkynnti um lokun um helgina en hafði áður tilkynnt ráðstafanir til að tryggja að tilmælum um fjarlægðarmörk og fleira væri fylgt eftir. „Vegna skertrar aðsóknar af völdum COVID19 mun Bíóhúsið loka frá og með 22. mars um óákveðinn tíma,“ sagði í tilkynningu um lokun kvikmyndahússins á Selfossi um helgina.“ Á laugardaginn boðaði ríkistjórnir aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar, meðal annars í formi lántökuleiða og greiðslufresta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Veitingastaðir Árborg Stykkishólmur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira