Lánveitendur veita fyrirtækjum sex mánaða greiðslufrest á lánum Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 23:16 Viðskiptabankarnir þrír eru hluti af samkomulaginu. Vísir Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. Samkomulagið er hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins, er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Landsamtaka lífeyrissjóða. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir. Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja sem selja vöru og þjónustu og „eru í heilbrigðum rekstri en verða fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins.“ Einnig er gerð krafa um það að þau hafi ekki verið í vanskilum í sextíu daga eða lengur í lok febrúar og hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. „Markmið samkomulagsins er að sem flest fyrirtæki geti komist hratt í skjól með einföldum hætti. Samkomulagið kemur ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti áfram unnið með sínum viðskiptavinum þó þeir kunni að falla fyrir utan viðmiða samkomulagsins,“ segir auk þess í tilkynningunni. Telja aðilar samkomulagsins mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem blasi við mörgum þeirra vegna faraldursins. Samkeppniseftirlitið heimildar samstarfið og hefur veitt aðilunum undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta. „Samstarfið er bundið skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni fyrirtækja sem nú standa frammi fyrir óvæntum rekstrarerfiðleikum af völdum COVID-19. Þannig eiga skilyrðin að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveður á um,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Með samkomulaginu verður fyrirtækjum gert mögulegt að sækja um allt að sex mánaða greiðslufrest hjá sinni lánastofnun að uppfylltum skilyrðum. Samkomulagið er hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins, er fram kemur í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Landsamtaka lífeyrissjóða. Aðilar samkomulagsins eru Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn, Kvika, Lykill, sparisjóðirnir og lífeyrissjóðir. Samkomulagið nær til rekstrarfyrirtækja sem selja vöru og þjónustu og „eru í heilbrigðum rekstri en verða fyrir tímabundnu tekjufalli sem leiðir til rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins.“ Einnig er gerð krafa um það að þau hafi ekki verið í vanskilum í sextíu daga eða lengur í lok febrúar og hafi nýtt sér viðeigandi úrræði stjórnvalda vegna heimsfaraldursins. „Markmið samkomulagsins er að sem flest fyrirtæki geti komist hratt í skjól með einföldum hætti. Samkomulagið kemur ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti áfram unnið með sínum viðskiptavinum þó þeir kunni að falla fyrir utan viðmiða samkomulagsins,“ segir auk þess í tilkynningunni. Telja aðilar samkomulagsins mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem blasi við mörgum þeirra vegna faraldursins. Samkeppniseftirlitið heimildar samstarfið og hefur veitt aðilunum undanþágu frá banni samkeppnislaga við samstarfi keppinauta. „Samstarfið er bundið skilyrðum sem ætlað er að tryggja enn frekar hagsmuni fyrirtækja sem nú standa frammi fyrir óvæntum rekstrarerfiðleikum af völdum COVID-19. Þannig eiga skilyrðin að tryggja að samstarf lánveitenda komi ekki í veg fyrir að einstakir lánveitendur geti veitt viðskiptavinum sínum frekari greiðsluerfiðleikaúrræði en samkomulagið kveður á um,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira