ÍR missti styrktaraðila og dregur saman seglin: „Launakostnaður er orðinn of hár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. mars 2020 12:12 ÍR er í 6. sæti Olís-deildar karla. vísir/bára Handknattleiksdeild ÍR sendi í gær frá sér yfirlýsingu um breytingar sem hún þarf að ráðast í. Deildin hefur misst sterka styrktaraðila og ekki tekist að fylla í skörðin sem þeir skildu eftir sig. Því hefur verið ákveðið að draga saman kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. „Þetta er ekki bara tilkomið vegna ástandsins sem er í dag en það hjálpar ekki til. Við höfum misst styrktaraðila í vetur og það hefur ekki gengið að fá aðra í stað þeirra,“ sagði Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í samtali við Vísi í dag. „Það eru leikmenn að fara frá okkur þar sem samningur þeirra er að renna út. Þeir hafa ákveðið að róa á önnur mið. Við tókum þá ákvörðun að byggja á okkar mönnum og hlúum vel að grunninum,“ bætti Sigurður við. Markaður sem er ekki sjálfbær Hann segir að launakostnaður sé alltof hár í handboltanum hér heima. „Við munum ekki hlaupa út og kaupa leikmenn á markaði sem er ekki sjálfbær lengur. Launakostnaður er orðinn of hár,“ sagði Sigurður. Kvíðum ekki framtíðinni Hann segir að efniviðurinn í yngri flokkum ÍR sé mikill og liðið ætli sér ekkert að gefa eftir. „Við erum mjög efnilega stráka sem hafa verið í efstu deildum í sínum flokkum og í baráttu um titla. Við kvíðum ekki framtíðinni,“ sagði Sigurður. Ekki er langt þar til framkvæmdir við nýtt íþróttahús ÍR í Mjóddinni hefjast. Sigurður segir að nýja húsið muni hjálpa ÍR-ingum mikið. Stuðningsmenn ÍR syngja og tralla.vísir/bára Vonandi verður gefið í við byggingu hússins „Núna er verið að reisa gervigrasvöll á ÍR-svæðinu í Skógarseli. Parkethúsið kemur þar við hliðina á. Það átti að taka fyrstu skóflustunguna á vormánuðum. Ég bind vonir við að af því verði og það gerði gefið í ef eitthvað er til að iðnaðarmenn hafi nóg að gera,“ sagði Sigurður léttur. „Þarna verður hægt að spila heimaleiki í hand- og körfubolta. Nánari útfærslur eru ekki komnar en það er ljóst að allir flokkar í öllum íþróttagreinum geta ekki æft þarna. Við munum eflaust áfram æfa í Austurberginu og karfan í Seljaskóla,“ bætti Sigurður við. Að hans sögn er áætlað að bygging hússins taki um tvö ár. Myndi setja peninginn minn á að þessu yrði aflýst Búið er að fresta keppni á Íslandsmótinu í handbolta um óákveðinn tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Sigurður er ekkert alltof bjartsýnn á að keppni hefjist aftur. „Ég veit það ekki. Samkomubannið er fram í miðjan apríl. Liðin þurfa þá a.m.k. tvær vikur til að koma sér aftur í spilform og þá erum við komin fram í maí. Í augnablikinu myndi ég setja peninginn minn á að þessu yrði aflýst,“ sagði Sigurður. Hann segir að það myndi hjálpa ÍR-ingum ef úrslitakeppnin í Olís-deild karla færi fram því þar kemur venjulega mikill peningur í kassann. „Þrátt fyrir allt erum við í úrslitakeppninni og hún gefur alltaf fullt hús. Við fyllum venjulega Austurbergið og það er bara tapaður peningur. Það væri verra ef úrslitakeppnin yrði ekki en heilsan kemur fyrst,“ sagði Sigurður að lokum. Yfirlýsing ÍR Vegna stefnubreytinga hjá handknattleiksdeild ÍR, vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri. Samhliða samdrætti fyrirtækja í samfélaginu og niðurveiflu í efnahagslífinu hefur rekstrarumhverfi deildarinnar tekið miklum breytingum undanfarið. Deildin hefur því miður misst sterka styrktaraðila og þrátt fyrir mikla vinnu hefur ekki tekist að fylla í þau skörð. Til þess að bregðast við þessum breytingum telur stjórn handknattleiksdeildar ÍR það eina ábyrga í stöðunni að draga saman allan kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. Við munum einbeita okkur því að nýta fjármuni og starfskrafta til þess að styrkja umgjörðina í kringum leikmennina okkar ásamt því að efla yngriflokkastarf félagsins enn frekar. Fljótlega hefjast framkvæmdir við byggingu nýs íþróttahúss á ÍR svæðinu sem mun gjörbylta öllu starfi handknattleiksdeildarinnar til hins betra. Við teljum að með tilkomu þess og breyttum áherslum muni handknattleiksdeild ÍR koma enn sterkari tilbaka. Virðingafyllst, stjórn handknattleiksdeildar ÍR Olís-deild karla Reykjavík Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍR sendi í gær frá sér yfirlýsingu um breytingar sem hún þarf að ráðast í. Deildin hefur misst sterka styrktaraðila og ekki tekist að fylla í skörðin sem þeir skildu eftir sig. Því hefur verið ákveðið að draga saman kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. „Þetta er ekki bara tilkomið vegna ástandsins sem er í dag en það hjálpar ekki til. Við höfum misst styrktaraðila í vetur og það hefur ekki gengið að fá aðra í stað þeirra,“ sagði Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í samtali við Vísi í dag. „Það eru leikmenn að fara frá okkur þar sem samningur þeirra er að renna út. Þeir hafa ákveðið að róa á önnur mið. Við tókum þá ákvörðun að byggja á okkar mönnum og hlúum vel að grunninum,“ bætti Sigurður við. Markaður sem er ekki sjálfbær Hann segir að launakostnaður sé alltof hár í handboltanum hér heima. „Við munum ekki hlaupa út og kaupa leikmenn á markaði sem er ekki sjálfbær lengur. Launakostnaður er orðinn of hár,“ sagði Sigurður. Kvíðum ekki framtíðinni Hann segir að efniviðurinn í yngri flokkum ÍR sé mikill og liðið ætli sér ekkert að gefa eftir. „Við erum mjög efnilega stráka sem hafa verið í efstu deildum í sínum flokkum og í baráttu um titla. Við kvíðum ekki framtíðinni,“ sagði Sigurður. Ekki er langt þar til framkvæmdir við nýtt íþróttahús ÍR í Mjóddinni hefjast. Sigurður segir að nýja húsið muni hjálpa ÍR-ingum mikið. Stuðningsmenn ÍR syngja og tralla.vísir/bára Vonandi verður gefið í við byggingu hússins „Núna er verið að reisa gervigrasvöll á ÍR-svæðinu í Skógarseli. Parkethúsið kemur þar við hliðina á. Það átti að taka fyrstu skóflustunguna á vormánuðum. Ég bind vonir við að af því verði og það gerði gefið í ef eitthvað er til að iðnaðarmenn hafi nóg að gera,“ sagði Sigurður léttur. „Þarna verður hægt að spila heimaleiki í hand- og körfubolta. Nánari útfærslur eru ekki komnar en það er ljóst að allir flokkar í öllum íþróttagreinum geta ekki æft þarna. Við munum eflaust áfram æfa í Austurberginu og karfan í Seljaskóla,“ bætti Sigurður við. Að hans sögn er áætlað að bygging hússins taki um tvö ár. Myndi setja peninginn minn á að þessu yrði aflýst Búið er að fresta keppni á Íslandsmótinu í handbolta um óákveðinn tíma vegna kórónuveirufaraldursins. Sigurður er ekkert alltof bjartsýnn á að keppni hefjist aftur. „Ég veit það ekki. Samkomubannið er fram í miðjan apríl. Liðin þurfa þá a.m.k. tvær vikur til að koma sér aftur í spilform og þá erum við komin fram í maí. Í augnablikinu myndi ég setja peninginn minn á að þessu yrði aflýst,“ sagði Sigurður. Hann segir að það myndi hjálpa ÍR-ingum ef úrslitakeppnin í Olís-deild karla færi fram því þar kemur venjulega mikill peningur í kassann. „Þrátt fyrir allt erum við í úrslitakeppninni og hún gefur alltaf fullt hús. Við fyllum venjulega Austurbergið og það er bara tapaður peningur. Það væri verra ef úrslitakeppnin yrði ekki en heilsan kemur fyrst,“ sagði Sigurður að lokum. Yfirlýsing ÍR Vegna stefnubreytinga hjá handknattleiksdeild ÍR, vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri. Samhliða samdrætti fyrirtækja í samfélaginu og niðurveiflu í efnahagslífinu hefur rekstrarumhverfi deildarinnar tekið miklum breytingum undanfarið. Deildin hefur því miður misst sterka styrktaraðila og þrátt fyrir mikla vinnu hefur ekki tekist að fylla í þau skörð. Til þess að bregðast við þessum breytingum telur stjórn handknattleiksdeildar ÍR það eina ábyrga í stöðunni að draga saman allan kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. Við munum einbeita okkur því að nýta fjármuni og starfskrafta til þess að styrkja umgjörðina í kringum leikmennina okkar ásamt því að efla yngriflokkastarf félagsins enn frekar. Fljótlega hefjast framkvæmdir við byggingu nýs íþróttahúss á ÍR svæðinu sem mun gjörbylta öllu starfi handknattleiksdeildarinnar til hins betra. Við teljum að með tilkomu þess og breyttum áherslum muni handknattleiksdeild ÍR koma enn sterkari tilbaka. Virðingafyllst, stjórn handknattleiksdeildar ÍR
Olís-deild karla Reykjavík Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira