Ríkisstjórnin hyggst fara strax í að stækka Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2020 19:56 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti þessar áætlanir stjórnvalda í dag. Vísir/Vilhelm/VÖLUNDUR Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“ Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst leggjast í stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli ásamt stækkun flughlaðs og flugstöðvar á Akureyri sem hluta af fjárfestingaátaki sínu. Þetta kemur fram í grein Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem birtist hér á Vísi en að hans sögn er lögð áhersla á að strax verði hafist handa. Sjá einnig: Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða Hið fimmtán milljarða fjárfestingaátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf. Áformað er að verja milli fimm hundruð til sex hundruð milljónum króna í ár til undirbúnings þessara tilteknu stækkana. Segir verkefnin vera arðbær „Viðbygging við flugstöð á Akureyri styður við eflingu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi þegar allt fer í gang aftur. Stækkun á flughlaði á Akureyrarflugvelli eykur öryggi flugvallarins. Hægt er að bjóða verkið út á vormánuðum og má áætla að um 40 ársverk skapist hjá verktökum á svæðinu,“ segir Sigurður Ingi í grein sinni. Hann bætir við að með stækkun akbrautar á Egilsstaðaflugvelli muni rekstraröryggi flugvallarins aukast og sömuleiðis flugöryggi á Íslandi. „Hægt verður að taka á móti stærri flugvélum sem skapa auka þess atvinnu á svæðinu.“ Að sögn Sigurðar eru verkefnin arðbær og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja aðra millilandaflugvelli og fjölga þannig hliðum inn til landsins. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.Aðsend „Löngu kominn tími á þessa framkvæmd“ Akureyringar eru vægast sagt ánægðir með þessar fregnir. „Þetta eru frábærar fréttir, við erum ákaflega glöð, og mikilvægar fréttir á þessum tímum. Þetta er það sem við erum búin að vera að segja, að það skipti miklu máli að fá flugvöll og flughlað. Við teljum að það séu mikil tækifæri og þau munu koma aftur þó að við séum að ganga í gengum erfiða tíma og þá þurfum við að vera tilbúin til að taka á móti fólki,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Sjá einnig: Telur að fjárfesting í Akureyrarflugvelli muni margborga sig Sveitarstjórnin á Akureyri hefur lengi vel barist hart fyrir stækkun og eflingu Akureyrarflugvallar. Mikið hefur gengið á í þeim efnum og var meðal annars til skoðunar að Kaupfélag Eyfirðinga myndi fjármagna stækkun flugstöðvarinnar. „Þetta er náttúrulega löngu kominn tími á þessa framkvæmd,“ segir Ásthildur jafnframt. Vantaði betri aðstöðu fyrir millilandaflug „Við höfum talað um mikilvægi þess að hafa aðra gátt inn í landið og ríkisstjórnin hefur talað um það sömuleiðis. Við höfum bent á að hér séu allir innviðir til að taka á móti ferðamönnum. Við erum höfuðstaðurinn út á landi og erum með góða flugbraut nú þegar en okkur vantar hina aðstöðuna, sem sagt flughlað til að taka á móti vélunum og flugstöð sem annar þeim fjölda sem fer um völlinn.“ Sjá einnig: Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ásthildur segir að slæm aðstaða á vellinum hafi meðal annars verið áhrifaþáttur þegar áhugasöm erlend flugfélög hafi þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki verið með stórt flughlað og nægilega stóra flugstöð og bara viðeigandi aðstöðu en ég er alveg sannfærð um það að þetta mun breyta stöðunni gríðarlega.“
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira