Svindlarar komast á ÓL í Tókýó Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:45 Ólympíuleikunum var frestað til sumarsins 2021. VÍSIR/EPA Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
Það að Ólympíuleikunum í Tókýó hafi verið frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að svindlurum sem sitja af sér bann fyrir ólöglega lyfjanotkun gefst kostur á að keppa á leikunum. Tekin var ákvörðun um það í síðasta mánuði að fresta leikunum og eiga þeir að hefjast í júlí árið 2021. Refsingar Alþjóða lyfjaeftirlitsins, WADA, taka mið af því að fjögur ár eru vanalega á milli Ólympíuleika og ekki er hægt að lengja þau eftir á vegna frestunar leikanna í þetta eina sinn. „Stöðluð refsing hjá WADA fyrir ólöglega lyfjanotkun er fjögurra ára bann,“ segir Brett Clothier sem er yfir Athletics Integrity Unit, nefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun. „Þessar refsingar hafa verið hannaðar með ólympíuhringrásina í huga. Í þessu tilfelli er um frávik að ræða og sumt íþróttafólk mun hagnast á því. Þetta er óheppileg staða en þetta er mjög skýrt út frá lagalegum forsendum. Bönnin eru miðuð við tíma en ekki ákveðna atburði,“ sagði Clothier. Clothier bendir á að frestun Ólympíuleikanna þýði líka að þeir sem falla á lyfjaprófi eftir ágúst á þessu ári muni missa af tvennum Ólympíuleikum, í Tókýó og í París árið 2024. Hins vegar geri reglur sem nú gilda í flestum löndum, um að halda fjarlægð frá fólki, það að verkum að afar erfitt sé að sinna lyfjaeftirliti. „Þær reglur sem hafa verið settar í mörgum löndum hafa gríðarlega alvarleg áhrif á lyfjapróf í heiminum. Við framkvæmum próf fyrir yfir 100 lönd og reglurnar eru ólíkar í hverju landi fyrir sig, og þær breytast dag frá degi eða viku frá viku. Við erum enn að framkvæma próf en það hafa verið alvarlegar truflanir, ekki spurning,“ sagði Clothier.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Sjá meira
„Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. 17. apríl 2020 19:00
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti