ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 19:30 Kvennalið ÍR en þær munu ekki leika í deildarkeppninni á næstu leiktíð. mynd/ír Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. ÍR greindi frá því á dögunum að félagið ætlaði að taka vel til í rekstrinum og hafa nú þegar þrír leikmenn yfirgefið karlaliðið. Sigurður segir hins vegar að kvennaliðið félagsins, sem situr í 6. sæti Grill 66-deildar kvenna, og ÍR-U sem leikur í 2. deild karla leiki ekki í deildarkeppni á næstu leiktíð. „Við erum búin að vera spila í Grill deildinni. Við erum búin að byggja það að hluta til upp af stelpum í 3. og 4. flokki. Mótsgjöld, þjálfarakostnaður og önnur gjöld eru það há að það réttlætir ekki áframhaldandi veru þar,“ sagði Sigurður í Sportinu í dag. „Ef við ætlum að fá einhverjar tekjur þá þurfum við að halda úti liði í Olís-deildinni og þar er karlaliðið. Staðan er svona núna. Þetta er rekstrarleg ákvörðun og ekkert annað.“ Sigurður segir að það sé hart í ári í handboltanum eins og á fleiri stöðum. „Það er ekkert hægt að gantast með þetta en það er betra að vera í Grill-deildinni, ef svo fer, og eiga pening heldur en að vera gjaldþrota í Olís-deildinni. Það er bara tiltölulega einfalt.“ „Í boltanum í dag finnst mér þetta vera þannig að maður fer út og semur við hina og þessa; stúlkur og stráka og svo er ekkert á bakvið þetta. Þú lofar einhverju, viðkomandi verður upp með sér og fær fyrstu tvo mánuðina.“ „Nú er ég ekki að alhæfa yfir öll félög en maður heyrir þetta hér og þar. Við ætlum ekki að fara í þessi gylliboð og ætlum að taka kjarnann okkar og byggja liðið upp á strákunum okkar.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag: Sigurður um kvennaliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Sportið í dag Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira