Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. mars 2020 07:00 Sara Lind Brynjólfsdóttir segir að slæm vinnuaðstaða og streita geti gert fólk útsettari fyrir því að gömul og ný vandamál taki sig upp í líkamanum. Vísir/Vilhelm Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is. Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sara Lind Brynjólfsdóttir segir mikilvægt að fólk hugi vel að vinnuaðstöðunni heima nú þegar svo margir vinna í fjarvinnu. „Sérstaklega núna þegar við vitum ekki hversu langan tíma við þurfum að vinna heima,“ segir Sara Lind. Að hennar sögn geta gömul og ný vandamál sprottið upp ef ekki er hugað nægilega vel að vinnuaðstöðunni, ekki síst nú þegar mikil streita er í umhverfinu vegna kórónuveirunnar. Hvoru tveggja, vinnuaðstaðan og streitan, getur gert okkur útsettari fyrir vandamálum eins og verkjum í hálsi, höfði, herðum, mjóbaki og mjöðmum“ segir Sara Lind og bætir við „Þetta er hægara sagt en gert því það eru ekki allir með sérstaka aðstöðu til að vinna við, eldhúsborð kannski ekki í ákjósanlegri hæð og fleira.“ Líkamsbeitingin: Fimm mikilvæg atriði Sara Lind er með MPH próf í lýðheilsuvísindum frá HÍ, B.Sc. próf í sjúkraþjálfun frá HÍ og er stofnandi Netsjúkraþjálfunar. Sara starfar líka í forvarnarteymi VIRK. Að sögn Söru Lindar er mikilvægast að fólk vinni ekki upp í sófa eða upp í rúmi enda sé fólk fljótt að átta sig á því að það er verulega þreytandi til lengdar og ekki til þess fallið að gera líkamanum gott. Hér eru nokkur góð ráð fyrir fólk í fjarvinnu sem Sara Lind leiðir okkur í gegnum. 1. Vinnuaðstaðan Koma sér fyrir eins góðri vinnuaðstöðu og hægt er miðað við aðstæður hvers og eins. 2. Borðið Sitja við skrifborð eða eldhúsborð. 3. Tölvuskjárinn Stilla tölvuskjá: Efri brúnin á tölvuskjá á að vera í beinni sjónlínu þegar að við horfum á tölvuskjáinn. Einfalt ráð til þess er að setja bækur undir fartölvuna eða tölvuskjáinn þannig að hann verði í réttri hæð. „Þetta atriði skiptir máli því það hjálpar okkur að þurfa ekki stöðugt að vera að huga að því hvernig líkamsstaðan okkar er og gerir það að verkum að við erum líklegri til að ná að halda góðri stöðu við tölvuna“ segir Sara Lind. 4. Að forðast að stífna í hálsi og herðum Gott er að miða við að það sé meira en 90 gráðu horn á olnbogum. Það er hugsað til að forðast það að stífna upp í hálsi og herðum. Einnig er mælt með að hafa stuðning undir olnboga. 5. Setstaðan Setstaðan er sérstaklega mikilvæg og í myndbandinu sem sjá má hér að neðan eru frekari leiðbeiningar. Í setstöðunni þurfum við meðal annars að huga að eftirfarandi atriðum. Mynda 90 gráðu horn við mjöðm til að forðast það að detta í kryppu í mjóbakinu Sitja vel upp á setbeinum og toga jafnvel rasskinnarnar aðeins aftur til að ná því Hafa fótfestu á gólfi eða á fótskemli og forðast að krossleggja fætur Virkja kviðinn og opna brjóstkassann til að forðast að mjóbakið leiti í fettu Mikilvægt er þó að ná að slaka í ofangreindum stöðum, sem er mikilvægara en að ná að halda hinni fullkomnu stöðu,“ segir Sara Lind. Fólk þarf líka að passa vel upp á að standa upp á 30 mínútna fresti segir Sara Lind „og þá er góð regla að leiðrétta alltaf stöðuna þegar sest er aftur við tölvuna,“ bætir hún við. Klippa: Svona á setustaðan að vera Sara Lind bendir einnig á að ýmiss góð ráð fyrir stoðkerfisvandamál má finna á vefsíðunni velvirk.is.
Heilsa Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira