„Fullkominn aflabrestur“ í ferðaþjónustunni Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2020 16:08 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en hann var gestur í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Þá eigi fyrirtækin ekki heldur efni á að greiða uppsagnarfrest starfsmanna. Jóhannes segir aðgerðarpakka stjórnvalda hafa litið ágætlega út þegar hann var kynntur. Hins vegar breytist staðan nánast daglega til hins verra og ljóst sé að þær aðgerðir dugi alls ekki til. Það þurfi í raun að vera hægt að loka fyrirtækjunum og þannig komast hjá öllum greiðslum til að halda þeim á lífi. Yrði flestum ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að færa í þrot, líkt og gæti gerst, yrðu eignir þeirra seldar nauðungarsölu og þar með yrði erfiðara að endurlífga kerfið þegar ferðamenn snúa til baka. „Við erum að horfa til þess að ferðaþjónustufyrirtæki verða nánast alveg tekjulaus væntanlega, við skulum segja að fyrstu alvöru möguleikar þeirra til þess að afla sér tekna verða sumarið 2021. Það þýðir það að við þurfum að þreyja þorrann þangað til,“ segir Jóhannes. „Við vitum það alveg að það verður fjöldi fyrirtækja, því miður, sem mun ekki lifa þetta af. En það þurfa að vera einhvers konar leiðir sem hægt er að fara, til dæmis að fyrirtæki geti einfaldlega bara lokað.“ Hann segir vandann mikinn í ferðaþjónustunni og það sé alveg ljóst að um sértækan vanda sé að ræða sem þurfi sértækar aðgerðir. Fyrirtækin geti ekki staðið undir því að greiða kostnað þegar tekjurnar eru engar. „Dæmi um fyrirtæki sem er bara skynsamlega rekið, hefur lagt allan arð í fjárfestingar og byggt upp, það átti í upphafi fyrir mánuði síðan 150 milljónir á bankareikningi og 230 milljónir í útistandandi kröfum – það hefur enginn fengið greiddar útistandandi kröfur því þetta er lausafjárvandi. Nú er staðan þannig að þetta fyrirtæki á 50 milljónir eftir en að greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest kostar 170 milljónir.“ Hann segir grundvallaratriði að þó margar aðgerðir nýtist ferðaþjónustufyrirtækjum sé það ekki nóg. Það væri hægt að líkja því við að enginn fiskur myndi veiðast í íslenskri landhelgi í heilt ár. „Ég held við myndum segja að það væri sértækur vandi sem þyrfti að skoða sérstaklega. Þetta er það sem við erum að glíma við; fullkominn aflabrestur.“ Ferðaþjónustan nánast hrunin til grunna Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur í sama streng í nýrri skoðanagrein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir alvarleika málsins jafnast á við loðnubrest, sem allir viti að sé alvarlegt fyrir afkomu þjóðarinnar. „En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta,“ segir Bjarnheiður. Hún segir ferðaþjónustuna hafa nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum eftir tilkomu kórónuveirufaraldursins. Bjarnheiður Hallsdóttir. „Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum.“ Þá sé ljóst að þó ferðaþjónustan sé ekki eina atvinnugreinin sem verði fyrir höggi sé höggið þar langmest. Það sé ekki hægt að vinna upp tapið eða laga þjónustuna að breyttum aðstæðum. Hún þurfi á ferðamönnum að halda. Hver einasti dagur án þeirra sé dagur þar sem tekjur tapast og nú þurfi sértækar aðgerðir. „Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. 16. apríl 2020 18:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Komið hefur í ljós að hlutabótaleiðin mun ekki duga fyrir ferðaþjónustufyrirtæki þar tekjulausa tímabilið verður að líkum of langt. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar en hann var gestur í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Þá eigi fyrirtækin ekki heldur efni á að greiða uppsagnarfrest starfsmanna. Jóhannes segir aðgerðarpakka stjórnvalda hafa litið ágætlega út þegar hann var kynntur. Hins vegar breytist staðan nánast daglega til hins verra og ljóst sé að þær aðgerðir dugi alls ekki til. Það þurfi í raun að vera hægt að loka fyrirtækjunum og þannig komast hjá öllum greiðslum til að halda þeim á lífi. Yrði flestum ferðaþjónustufyrirtækjum leyft að færa í þrot, líkt og gæti gerst, yrðu eignir þeirra seldar nauðungarsölu og þar með yrði erfiðara að endurlífga kerfið þegar ferðamenn snúa til baka. „Við erum að horfa til þess að ferðaþjónustufyrirtæki verða nánast alveg tekjulaus væntanlega, við skulum segja að fyrstu alvöru möguleikar þeirra til þess að afla sér tekna verða sumarið 2021. Það þýðir það að við þurfum að þreyja þorrann þangað til,“ segir Jóhannes. „Við vitum það alveg að það verður fjöldi fyrirtækja, því miður, sem mun ekki lifa þetta af. En það þurfa að vera einhvers konar leiðir sem hægt er að fara, til dæmis að fyrirtæki geti einfaldlega bara lokað.“ Hann segir vandann mikinn í ferðaþjónustunni og það sé alveg ljóst að um sértækan vanda sé að ræða sem þurfi sértækar aðgerðir. Fyrirtækin geti ekki staðið undir því að greiða kostnað þegar tekjurnar eru engar. „Dæmi um fyrirtæki sem er bara skynsamlega rekið, hefur lagt allan arð í fjárfestingar og byggt upp, það átti í upphafi fyrir mánuði síðan 150 milljónir á bankareikningi og 230 milljónir í útistandandi kröfum – það hefur enginn fengið greiddar útistandandi kröfur því þetta er lausafjárvandi. Nú er staðan þannig að þetta fyrirtæki á 50 milljónir eftir en að greiða þriggja mánaða uppsagnarfrest kostar 170 milljónir.“ Hann segir grundvallaratriði að þó margar aðgerðir nýtist ferðaþjónustufyrirtækjum sé það ekki nóg. Það væri hægt að líkja því við að enginn fiskur myndi veiðast í íslenskri landhelgi í heilt ár. „Ég held við myndum segja að það væri sértækur vandi sem þyrfti að skoða sérstaklega. Þetta er það sem við erum að glíma við; fullkominn aflabrestur.“ Ferðaþjónustan nánast hrunin til grunna Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, tekur í sama streng í nýrri skoðanagrein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir alvarleika málsins jafnast á við loðnubrest, sem allir viti að sé alvarlegt fyrir afkomu þjóðarinnar. „En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta,“ segir Bjarnheiður. Hún segir ferðaþjónustuna hafa nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum eftir tilkomu kórónuveirufaraldursins. Bjarnheiður Hallsdóttir. „Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum.“ Þá sé ljóst að þó ferðaþjónustan sé ekki eina atvinnugreinin sem verði fyrir höggi sé höggið þar langmest. Það sé ekki hægt að vinna upp tapið eða laga þjónustuna að breyttum aðstæðum. Hún þurfi á ferðamönnum að halda. Hver einasti dagur án þeirra sé dagur þar sem tekjur tapast og nú þurfi sértækar aðgerðir. „Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Sprengisandur Tengdar fréttir „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36 Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. 16. apríl 2020 18:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Gríðarlegur vandi blasir við ferðaþjónustu hér á landi. Forráðamenn kalla eftir sértækum aðgerðum stjórnvald annars stefni í fjöldagjaldþrot. 18. apríl 2020 18:36
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Enginn fer í ferðalag til að sitja í sóttkví Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi. 16. apríl 2020 18:59