Leikmaður FH gefur eftir laun það sem eftir er tímabils Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 15:50 Arnar Freyr hefur skorað 65 mörk í 19 leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag. „Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“ Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann. „Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar. Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví. Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna. FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið. Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Hafnarfjörður Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira