Hinsegin samstaða á krefjandi tímum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. mars 2020 14:30 Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Óvissutímar á borð við þá sem við lifum nú á hafa vitanlega áhrif á hinsegin fólk eins og annað fólk, en þó eru ákveðin sérkenni á okkar reynslu. Það er þess vegna afar mikilvægt að við höldum utan um hvert annað núna og hjálpumst að við að komast í gegnum þetta tímabil. Almennt glímir stærri hluti hinsegin fólks við geðræn vandamál á borð við kvíða og þunglyndi en tíðkast meðal meirihlutasamfélagsins. Í okkar hópi eru einnig mörg sem búa ein, hafa einangrast eða eiga á hættu að einangrast í ástandinu sem nú ríkir. Ráðstafanir um takmarkanir á samkomum koma sérstaklega illa við eldri einstaklinga sem eiga e.t.v. fáa nána fjölskyldumeðlimi eða vini og hafa til þessa helst fundið félagslega næringu meðal kunningja á fjölmennari stöðum eða viðburðum. Mörg upplifa svo í þokkabót sársaukafullt endurlit til tíma HIV, faraldursins sem hjó svo stórt skarð í hóp homma og tvíkynhneigðra karla á Íslandi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ekki bætir úr skák þegar þessi nýja veira eykur á fordóma í garð ákveðinna hópa fólks eða skapar sundrungu. Hinsegin samfélagið veit af biturri reynslu hversu skaðlegt það er að draga fólk í dilka eftir því hvernig smitsjúkdómar breiðast út. Enn þann dag í dag geta karlar sem sofa hjá körlum ekki hjálpað samborgurum sínum á neyðartímum og gefið blóð - vegna fordóma af völdum veiru. Nú er fólk almennt beðið um að vera heima hjá sér og tímum í skipulögðu skólastarfi hefur fækkað snarlega. Heilu fjölskyldurnar eru í sóttkví. Ljóst er að sum hinsegin börn og ungmenni eru í reynd þvinguð til þess að vera öllum stundum inni á heimilum þar sem þau geta ekki verið þau sjálf, fá ekki stuðning eða verða jafnvel fyrir ofbeldi af hálfu fjölskyldumeðlima. Hinsegin félagsmiðstöðin hefur þurft að loka vegna samkomubanns, en við vitum að hún er oft eini staðurinn þar sem ákveðinn hópur ungmenna finnur til öryggis í hversdagslífinu. Margt hinsegin fólk þarf á auknum stuðningi að halda um þessar mundir. Samtökin ‘78 bjóða enn upp á ýmsa þjónustu á meðan samkomubanni stendur. Hægt er að bóka tíma í fjarráðgjöf hjá ráðgjöfum Samtakanna ‘78 hér. Einnig er hægt að hringja í skrifstofuna okkar í síma 552-7878 milli 13 og 16, eða senda tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is. Ungmenni geta leitað í instagram-reikning félagsmiðstöðvar Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar (@hinseginfelagsmidstods78), þar sem stafræn dagskrá verður á næstu dögum og hægt að hafa beint samband við forstöðukonu eða óska eftir símtali. Samtökin ‘78 eru til staðar fyrir allt hinsegin fólk nú sem endranær. Ekki hika við að hafa samband! Ég vil að lokum undirstrika mikilvægi þess að við leggjum okkur öll fram við að halda utan um hvert annað. Núna er tíminn til þess að heyra í gömlum kunningja, athuga með litlu frænku sem er ekki komin út fyrir foreldrum sínum, deila með fólki upplýsingum um þau bjargráð sem til staðar eru. Stöndum saman í gegnum óvissuna, pössum upp á hvert annað og skiljum engin eftir. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun