Smitum fjölgar með ógnarhraða í Afríku 26. mars 2020 15:44 Barnaheill - Save the Children Tilfellum Covid-19 fjölgar hratt í Afríku og setur gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnanir í álfunni. Að mati Barnaheilla – Save the Children eru flestar þeirra ekki í stakk búnar til að takast á við það aukna álag sem sjúkdómnum fylgir. „Nú hafa alls 2.412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Suður-Afríka hefur flest staðfest smit af Covid-19 og Burkina Faso þar á eftir,“ segir í frétt Barnaheilla. „Útbreiðsla veirunnar vekur upp miklar áhyggjur þar sem veiran getur yfirtekið heilbrigðiskerfið í allri álfunni ef smittíðni heldur áfram að hækka. Ef veiran heldur áfram að breiðast út með þessum hraða eru þúsundir barna í hættu en aukin smittíðni getur valdið röskun á næringu barna, bólusetningum og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn eiga á hættu að veikjast sem getur valdið miklum usla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Barnaheill. Samtökin benda á að börn víða um álfuna þjáist af vannæringu og deyi úr banvænum sjúkdómum á borð við malaríu, lungnabólgu og niðurgangi og því sé hætta á að Covid-19 dragi úr aðgerðum gegn þessum banvænu sjúkdómum. Hætta sé á því að fjöldi heilbrigðisstofnana standist ekki álagið sem fylgir Covid-19 og þurfi að forgangsraða aðgerðum. „Til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í Afríku og annars staðar í heiminum, þar sem þörfin er mikil vegna Covid-19, kalla Barnaheill - Save the Children eftir aukinni aðstoð til þess að vernda börn í löndum sem verða fyrir barðinu á Covid-19. Það verður gert með því að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita börnum andlegan stuðning og styðja við börn sem missa foreldra sína úr Covid-19.“ Stjórnvöld víðs vegar um Afríku hafa nú þegar brugðist við Covid-19 með því að koma á útgöngubanni, draga úr flugsamgöngum og standa fyrir hreinlætisherferðum fyrir almenning. En í ljósi þess hve hröð útbreiðsla veirunnar hefur verið undanfarna daga telja Barnaheill - Save the Children þörf á hertari aðgerðum. Þau hvetja alþjóðasamfélagið til þess að auka fjármagn til stuðnings við ríkisstjórnir í Afríku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Tilfellum Covid-19 fjölgar hratt í Afríku og setur gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnanir í álfunni. Að mati Barnaheilla – Save the Children eru flestar þeirra ekki í stakk búnar til að takast á við það aukna álag sem sjúkdómnum fylgir. „Nú hafa alls 2.412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Suður-Afríka hefur flest staðfest smit af Covid-19 og Burkina Faso þar á eftir,“ segir í frétt Barnaheilla. „Útbreiðsla veirunnar vekur upp miklar áhyggjur þar sem veiran getur yfirtekið heilbrigðiskerfið í allri álfunni ef smittíðni heldur áfram að hækka. Ef veiran heldur áfram að breiðast út með þessum hraða eru þúsundir barna í hættu en aukin smittíðni getur valdið röskun á næringu barna, bólusetningum og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn eiga á hættu að veikjast sem getur valdið miklum usla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Barnaheill. Samtökin benda á að börn víða um álfuna þjáist af vannæringu og deyi úr banvænum sjúkdómum á borð við malaríu, lungnabólgu og niðurgangi og því sé hætta á að Covid-19 dragi úr aðgerðum gegn þessum banvænu sjúkdómum. Hætta sé á því að fjöldi heilbrigðisstofnana standist ekki álagið sem fylgir Covid-19 og þurfi að forgangsraða aðgerðum. „Til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í Afríku og annars staðar í heiminum, þar sem þörfin er mikil vegna Covid-19, kalla Barnaheill - Save the Children eftir aukinni aðstoð til þess að vernda börn í löndum sem verða fyrir barðinu á Covid-19. Það verður gert með því að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita börnum andlegan stuðning og styðja við börn sem missa foreldra sína úr Covid-19.“ Stjórnvöld víðs vegar um Afríku hafa nú þegar brugðist við Covid-19 með því að koma á útgöngubanni, draga úr flugsamgöngum og standa fyrir hreinlætisherferðum fyrir almenning. En í ljósi þess hve hröð útbreiðsla veirunnar hefur verið undanfarna daga telja Barnaheill - Save the Children þörf á hertari aðgerðum. Þau hvetja alþjóðasamfélagið til þess að auka fjármagn til stuðnings við ríkisstjórnir í Afríku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent