Sex á gjörgæslu og í öndunarvél Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. mars 2020 12:04 Þrír voru í öndunarvél á Landspítalanum í gær. Fjöldi þeirra hefur tvöfaldast á einum sólarhring. Vísir/Vilhelm Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sex eru á gjörgæslu smitaðir af kórónuveirunni og eru þeir allir í öndunarvél. Síðan í gær hefur fjölgað þar um þrjá. Landspítalinn vinnur að því að flytja þá sem ekki eru smitaðir frá spítalanum í Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa þar frekara rými. Aðstæður á Landspítalanum eru teknar að þyngjast verulega vegna kórónuveirufaraldursins. Staðfest smit eru rúmlega áttahundruð og af þeim eru sjöhundruð og tuttugu í sóttkví. Uppfærðar tölur verða gefnar upp á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis klukkan tvö í dag. Róðurinn að þyngjast Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala segir róðurinn vera að þyngjast, en innlögnum á spítalann hefur fjölgað frá því í gær og fleiri eru á gjörgæslu. Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Vilhelm „Við erum með átján inni sem eru með COVID-veiki og þar af eru sex á gjörgæslu og þeir allir í öndunarvél. Þetta er að þyngjast eins og spáð hafði verið,“ segir Páll. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar fólk er í öndunarvél þá er það mjög veikt og í þessari veiki þá vitum við að þá er það almennt um útbreidda lungnabólgur að ræða,“ Þannig hefur fjölgað um þrjá á gjörgæslu frá því í gær. Páll segir Landspítalann vinna að því hörðum höndum að flytja minna veikt fólk frá Fossvogi og í önnur úrræði til þess að skapa frekara rými í Fossvogi fyrir þá sem veikjast af kórónuveirunni. Sjúklingar fluttir á Reykjalund „Við erum þegar farin að flytja sjúklinga á Reykjalund sem við gerðum samstarfssamning við í gær. Það eru þá aðrir sjúklingar, ekki COVID-veikir en býsna veikir samt sem fara á Reykjalund. Það rýmir töluvert á spítalanum. Við erum með fleiri slík áform í gangi ef þarf,“ segir Páll. Sjúklingar sem glíma við aðra erfiðleika en kórónuveiruna eru sumir hverjir komnir eða á leið á Reykjalund.Vísir/Egill Páll segir að öll gjörgæslurými í Fossvogi séu orðin full og unnið sé að því að hún sé stækkuð. hann gerir ráð fyrir að enn fleiri, sem ekki séu smitaðir af kórónuveirunni, verði fluttir annað. „Við gerum það bara eins og þarf. það er einfaldlega þannig að við forgangsröðum þannig að veikasta fólkið það gengur fyrir,“ segir Páll. Gert er ráð fyrir því að álagið á Landspítalanum geti aukist enn frekar um og eftir helgi. „Það má búast við því að þetta haldi áfram að þyngjast alveg fram í miðjan apríl. Það er samkvæmt spálíkani sem okkur sýnist vera rætast ágætlega. Ég held að aðal varnarlínan sé hjá almenningi. Að huga að smitgát. Að huga að sóttkví. Að passa sig og virða reglur sóttvarnalæknis. Það er þarf sem okkur tekst að draga úr álaginu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira