Samstaðan kemur okkur lengra Hildur Björnsdóttir skrifar 27. mars 2020 13:00 Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur athygli hve stór hluti landsmanna hefur áhyggjur af áhrifum heimsfaraldurs á íslenskan efnahag, en lítill af alvarlegu heilsufarstjóni af sömu sökum. Þetta sýna nýlegar niðurstöður skoðanakönnunar MMR. Þó mikilvægasta verkefnið framundan verði ávallt að standa vörð um fólk og heilbrigði, verður ekki síður mikilvægt að verja störf og afkomu heimilanna. Tryggja hagstæð skilyrði til viðspyrnu og endurreisnar. Um þetta virðast landsmenn nokkuð samhuga. Kröftugt atvinnulíf er grunnforsenda þróttmiklils efnahags og fjölbreyttra atvinnutækifæra. Þau opinberu kerfi sem við byggjum samfélag okkar á eru órjúfanlega tengd gangverki atvinnulífsins. Menntun, heilbrigði og velferð þjóðarinnar er fjármögnuð með verðmætasköpun í fyrirtækjarekstri. Ef við hyggjumst verja mikilvægar undirstöður samfélagsins á viðsjárverðum tímum, verðum við jafnframt að standa vörð um gangverk atvinnulífsins. Allt helst þetta í hendur. Á blaðamannafundi í gærdag kynnti Reykjavíkurborg margþættar aðgerðir vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19. Aðgerðirnar voru unnar í góðu samstarfi meirihluta og minnihluta, og meðal þeirra eru tillögur Sjálfstæðisflokks um lækkun fasteignaskatta, lengri gjaldfresti, gjaldskrárlækkanir og viðhaldsátak á innviðum borgarinnar. Jafnframt að ráðist verði í markaðsátak á Reykjavíkurborg sem áfangastað. Það er ánægjulegt þegar ólíkir stjórnmálaflokkar sameinast um mikilvæg verkefni. Með aðgerðunum hyggjumst við standa vörð um fólk og fyrirtæki, verja afkomu heimilanna og gæta þess að enginn verði skilinn eftir. Við trúum því að samstaðan skili okkur betri árangri við þessar erfiðu en tímabundnu aðstæður. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar