Þrjátíu ár frá sögulegri sjöu Framkvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 17:00 Framkonur fagnar Íslandsmeistaratitlinum á þessari mynd á síðum DV 28. mars 1990. Skjámynd/DV Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012) Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár síðan að kvennalið Fram í handbolta tryggði sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það var met sem hefur ekki enn verið slegið. 27. mars 1990 tryggði Framliðið sér Íslandsmeistaratitilinn með 20-13 sigri á Gróttu í Laugardalshöllinni. Framliðið var þannig með fimm stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir voru eftir. Guðríður Guðjónsdóttir var markahæst í leiknum með sex mörk en Arna Steinsen skoraði fimm mörk. Kolbrún Jóhannsdóttir var að vanda í miklum ham í markinu. Þessar þrjár voru lykilleikmenn í sigurgöngunni en Arna Steinsen var fyrirliði liðsins þennan vetur. Rúmum mánuði síðar þá tryggði Framliðið sér bikarmeistaratitilinn með 16-15 sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Þær urðu líka Reykjavíkurmeistarar og unnu því þrennuna þennan vetur. Heimir Karlsson þjálfaði þetta Framlið en liðið hóf sigurgöngu sína undir stjórn Gústaf Adolfs Björnssonar sex árum fyrr. Framliðið vann Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1990 en allir unnust þessir Íslandsmeistaratitlar í deildarkeppni. Framliðið vann síðan tvöfalt á fimm af þessum sjö tímabilum eða öllum nema 1987-88 (Valur bikarmeistari) og 1988-89 (Stjarnan bikarmeistari). Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson Sigurganga Framliðsins endaði ekki fyrr en árið eftir þegar Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn 28. apríl 1991. Þá höfðu Framkonur verið búnar að vera Íslandsmeistarar samfellt frá 19. mars 1984 þegar þær tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn af þessum sjö. Það gerir samtals 2596 daga. Framliðið varð samt bikarmeistari vorið 1991 sem þýddi að frá 1984 til 1991 hafði liðið unnið þrettán stóra titla, sjö Íslandsmeistaratitla og sex bikarmeistaratitla. Með sjöunda Íslandsmeistaratitlinum í röð þá sló Framliðið met Valskvenna frá því á sjöunda áratugnum en með því liði spilaði einmitt Sigríður Sigurðardóttir, móðir Guðríðar Guðjónsdóttur markahæsta leikmanns Framliðsins í sigurgöngunni á níunda áratugnum. Sjónvarpið fjallaði um 1985 í Handboltaliðum sögunnar og má sjá þá umfjöllun hér. Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Þjálfarar Íslandsmeistaraliða Fram 1984: Gústaf Adolf Björnsson 1985: Gústaf Adolf Björnsson 1986: Gústaf Adolf Björnsson 1987: Guðríður Guðjónsdóttir 1988: Guðríður Guðjónsdóttir 1989: Steindór Gunnarsson 1990: Heimir Karlsson
Flestir Íslandsmeistaratitlar í röð í handbolta kvenna: 7 - Fram (1984-1990) 6 - Valur (1964-1969) 5 - Ármann (1940-1944) 5 - Fram (1950-1954) 5 - Fram (1976-1980) 3 - Ármann (1947-1949) 3 - Valur (1971-1973) 3 - Víkingur (1992-1994) 3 - Stjarnan (2007-2009) 3 - Valur (2010-2012)
Olís-deild kvenna Reykjavík Einu sinni var... Fram Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira