Dauðsföllum fjölgar en hægir á nýsmitum á Spáni Þórir Guðmundsson skrifar 27. mars 2020 14:33 Starfsmenn útfararstofu bera líkkistu til greftrunar í kirkjugarði í Barcelona í dag. Emilio Morenatti/AP Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Yfirvöld á Spáni segja að 769 manns hafi látið lífið af völdum Covid-19 sjúkdómsins síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hafi heldur hægt á fjölgun þeirra sem greindir hafa verið smitaðir af kórónuveiru. Alls hafa 4.858 einstaklingar látið lífið af völdum farsóttarinnar á Spáni. Rúmlega 64.000 hafa greinst með kórónuveiruna. Það er 14 prósenta aukning frá því daginn áður en aukningin sólarhringinn á undan var 18 prósent og þar áður 20 prósent, sem þykir til marks um að farið sé að hægja á nýsmitum að sögn breska ríkisúvarpsins BBC. „Við virðumst vera að nálgast langþráð hámark faraldursins,“ sagði Fernando Simón læknir og yfirmaður neyðarviðbragða í heilbrigðisgeiranum. Hann sagði að tölurnar væru skýr mörk um að farið væri að hægja á útbreiðslu veirunnar. Spænski herinn hefur fengið það hlutverk að dauðhreinsa spítala og hjúkrunarheimili, þar sem 1.517 hafa látið lífið úr Covid-19. Amnesty International samtökin bentu á það í dag að af þeim sem hafa greinst séu 9.444 heilbrigðisstarfsmenn. Þau gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir lélegan aðbúnað starfsfólks sjúkrahúsa, sem skorti hlífðarfatnað. „Stjórnvöld geta ekki lengur komið með afsakanir: Það er skylda þeirra að vernda þá sem vernda okkur og að gera það áður en það er um seinan,“ sagði í tilkynningu Amnesty.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira