Laugardagar eru tileinkaðir ungu kynslóðinni í streymi Borgarleikhússins. Í síðustu viku var sagan um Gosa lesin en í dag er komið að Stígvélaða kettinum.
Leikarinn Halldór Gylfason les söguna um Stígvélaða köttinn og má búast við hinni mestu skemmtun. Útsendingin hefst klukkan 12.
Framundan hjá Borgó í beinni
Í dag klukkan 14 verður eitthvað fyrir þá sem hafa gaman að spilum því leikarar í Borgarleikhúsinu ætla að spila saman Dungeons and Dragons.
Á sunnudag er síðan komið að stórsýningunni Ríkharður III en hún verður sýnd klukkan 20 um kvöldið.