Mikilvægt að virða samkomubann þó úrvinnslusóttkví sé lokið Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 28. mars 2020 11:39 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Vísir Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira