Rafkappakstur í beinni á Stöð 2 eSport í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2020 08:00 mynd/sro-esport.com Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Stöð 2 eSport sýnir beint frá móti sem fer fram í rafkappakstri nú síðdegis en um alþjóðlegan góðgerðarviðburð er að ræða. Keppt verður í kappakstursleiknum Assetto Corsa Competizione sem framleiddur af ítalska tölvuleikjaframleiðandanum Kunos Simulazioni. Í mótinu verður keppt á hinni heimsfrægu keppnisbraut Monza sem er í raunheimum í grennd við Mílanó. Meðal keppenda í dag verða ökuþórar sem hafa atvinnu bæði af því að keppa í hefðbundnum kappakstri sem og rafkappakstri, auk nokkurra þekktra einstaklinga. Fyrr í vikunni gafst almenningi kostur á að vinna sér inn þátttökurétt í mótinu og þeir fimm sem bestum árangri náðu taka þátt í mótinu í dag. Útsending hefst á Stöð 2 eSport klukkan 11.30 í dag en annars er dagskráin eftirfarandi: 12.00 Fyrri undanúrslit 13.15 Síðari undanúrslit 14.30 Tímatökur fyrir úrslit 14.50 Úrslit Hér fyrir neðan má sjá stiklu sem gerð var fyrir mótið. Klippa: Rafkappakstur - stikla
Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira