Skúli sannfærður um að ferðaþjónustan muni ná sér á strik á nýjan leik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 08:20 Skúli Mogensen á Startup ráðstefnu í Hörpu. Vísir/Vilhelm „Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að nákvæmlega ári eftir fall WOW air væri nánast hvert einasta flugfélag í heiminum á barmi gjaldþrots og að leita á náðir ríksvalda um ríkisaðstoð með einum eða öðrum hætti.“ Svona hefst færsla sem Skúli Mogensen, viðskiptamaður og stofnandi hins fallna WOW air, birti á Facebook-síðu sinni í gær, þegar ár var liðið frá falli félagsins. Þar segir hann að á því ári sem liðið er frá falli félagsins hafi vart liðið sá dagur þar sem hann velti ekki fyrir sér hvað hefði mátt gera betur eða öðruvísi til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Hann segist viss um að ferðaþjónusta Íslands eigi eftir að ná sér á strik að nýju, eftir kórónuveirufaraldurinn. „Margir hafa spurt mig undanfarna daga hvort ég sé ekki feginn að vera ekki enn þá í þessum blessaða flugrekstri í þessum ólgusjó að heyja lífróður enn eina ferðina en staðreyndin er sú að ég vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Skúli. Vonar að kollegum sínum fatist ekki flugið Hann bætir við að þótt flugrekstur sé krefjandi, og aðstæðurnar sem nú eru uppi í heiminum séu engu líkar, finni hann til með sínum fyrrverandi kollegum um allan heim. Um sé að ræða fólk sem vinni myrkranna á milli til þess að halda flugfélögum sínum í loftinu, rétt eins og Skúli og hans samstarfsfólk gerði fyrir rúmu ári síðan. Sjálfur segist hann vona að til takist. „Þau eiga öll heiður skilið fyrir að standa vaktina því það er til mikils að vinna, sérstaklega hér á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Við erum eyland og sennilega hefur aldrei verið jafn augljóst og nú hversu mikilvægar alþjóðlegar tengingar og samgöngur eru fyrir þjóðarbúið.“ Skúli segir mikilvægt við núverandi aðstæður að fólk gleymi sér ekki í smáatriðum og fyrirsögnum hvers dags, heldur horfi á stóru myndina og allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „…Ísland er einstakt land með magnaða náttúru, sögu, menningu, fólk og margar af helstu auðlindum framtíðarinnar svo sem víðáttu, hreina orku, hreint vatn og loft, fiskinn í sjónum, jafnrétti og grunnstoðir sem á heildina litið virka mjög vel eins og við sjáum þessa dagana,“ skrifar Skúli. Íslendingar hafi því í raun allt í hendi til þess að halda áfram að byggja hér fyrirmyndarsamfélag. Segist hann sannfærður um að ferðaþjónustan muni þá dafna og vaxa að nýju þegar fram líða stundir. „Ég er óheimju stoltur af því sem við byggðum upp hjá WOW air og hvernig við áttum þátt í því að reisa við Ísland eftir fjármálahrunið og skapa þúsundir starfa og tugi milljarða í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. WOW air var einstakt fyrirtæki með gríðarlega öflugu starfsfólki sem stóð þétt saman og ég sakna þeirra á hverjum einasta degi. Eina eftirsjá mín er að hafa ekki getað gert meira til að bjarga félaginu.“ WOW Air Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
„Aldrei nokkurn tímann hefði ég trúað því að nákvæmlega ári eftir fall WOW air væri nánast hvert einasta flugfélag í heiminum á barmi gjaldþrots og að leita á náðir ríksvalda um ríkisaðstoð með einum eða öðrum hætti.“ Svona hefst færsla sem Skúli Mogensen, viðskiptamaður og stofnandi hins fallna WOW air, birti á Facebook-síðu sinni í gær, þegar ár var liðið frá falli félagsins. Þar segir hann að á því ári sem liðið er frá falli félagsins hafi vart liðið sá dagur þar sem hann velti ekki fyrir sér hvað hefði mátt gera betur eða öðruvísi til að tryggja áframhaldandi rekstur félagsins. Hann segist viss um að ferðaþjónusta Íslands eigi eftir að ná sér á strik að nýju, eftir kórónuveirufaraldurinn. „Margir hafa spurt mig undanfarna daga hvort ég sé ekki feginn að vera ekki enn þá í þessum blessaða flugrekstri í þessum ólgusjó að heyja lífróður enn eina ferðina en staðreyndin er sú að ég vildi hvergi annars staðar vera,“ skrifar Skúli. Vonar að kollegum sínum fatist ekki flugið Hann bætir við að þótt flugrekstur sé krefjandi, og aðstæðurnar sem nú eru uppi í heiminum séu engu líkar, finni hann til með sínum fyrrverandi kollegum um allan heim. Um sé að ræða fólk sem vinni myrkranna á milli til þess að halda flugfélögum sínum í loftinu, rétt eins og Skúli og hans samstarfsfólk gerði fyrir rúmu ári síðan. Sjálfur segist hann vona að til takist. „Þau eiga öll heiður skilið fyrir að standa vaktina því það er til mikils að vinna, sérstaklega hér á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Við erum eyland og sennilega hefur aldrei verið jafn augljóst og nú hversu mikilvægar alþjóðlegar tengingar og samgöngur eru fyrir þjóðarbúið.“ Skúli segir mikilvægt við núverandi aðstæður að fólk gleymi sér ekki í smáatriðum og fyrirsögnum hvers dags, heldur horfi á stóru myndina og allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða. „…Ísland er einstakt land með magnaða náttúru, sögu, menningu, fólk og margar af helstu auðlindum framtíðarinnar svo sem víðáttu, hreina orku, hreint vatn og loft, fiskinn í sjónum, jafnrétti og grunnstoðir sem á heildina litið virka mjög vel eins og við sjáum þessa dagana,“ skrifar Skúli. Íslendingar hafi því í raun allt í hendi til þess að halda áfram að byggja hér fyrirmyndarsamfélag. Segist hann sannfærður um að ferðaþjónustan muni þá dafna og vaxa að nýju þegar fram líða stundir. „Ég er óheimju stoltur af því sem við byggðum upp hjá WOW air og hvernig við áttum þátt í því að reisa við Ísland eftir fjármálahrunið og skapa þúsundir starfa og tugi milljarða í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. WOW air var einstakt fyrirtæki með gríðarlega öflugu starfsfólki sem stóð þétt saman og ég sakna þeirra á hverjum einasta degi. Eina eftirsjá mín er að hafa ekki getað gert meira til að bjarga félaginu.“
WOW Air Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira