Forsetaframbjóðandi hvetur kjósendur til að sniðganga kosningar Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 19:23 Malgorzata Kidawa-Blonska. Vísir/Getty Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi Borgaravettvangsins (e. Civic Platform) í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins. Hvatti hún jafnframt aðra frambjóðendur til þess að gera slíkt hið sama. Kosningarnar eiga að fara fram þann 10. maí næstkomandi. Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hyggst standa við fyrirhugaða dagsetningu og kynnti í gær breytingar á reglum um póstatkvæði. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þeir breytingar mjög og sagði þær gera það að verkum að kosningarnar stæðust varla stjórnarskrá. Kidawa-Blonska hvatti Pólverja til þess að halda sig heima í stað þess að fara á kjörstað. Líf þeirra væri mikilvægast að svo stöddu en alls hafa 1.862 tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið staðfest í landinu. 20 hafa látist. Á vef Reuters kemur fram að frekari óvissa sé nú uppi um hvort kosningarnar fari fram yfir höfuð. Andrzej Duda, sitjandi forseti, hefur haft ágætis forskot í skoðanakönnunum og hefur stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti ýtt á eftir því að kosningarnar fari fram á áætluðum tíma til þess að tryggja sigur Duda. Þó svo að forsætisráðherraembætti Póllands sé valdamesta embættið í landinu er forsetinn æðsti yfirmaður hersins, mikilvæg rödd í utanríkismálum landsins og getur beitt neitunarvaldi gegn lögum sem þingið hefur samþykkt. Duda hefur verið hliðhollur stjórnarflokknum og því telja flokksmenn mikilvægt að hann haldi embætti. Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi Borgaravettvangsins (e. Civic Platform) í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins. Hvatti hún jafnframt aðra frambjóðendur til þess að gera slíkt hið sama. Kosningarnar eiga að fara fram þann 10. maí næstkomandi. Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hyggst standa við fyrirhugaða dagsetningu og kynnti í gær breytingar á reglum um póstatkvæði. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þeir breytingar mjög og sagði þær gera það að verkum að kosningarnar stæðust varla stjórnarskrá. Kidawa-Blonska hvatti Pólverja til þess að halda sig heima í stað þess að fara á kjörstað. Líf þeirra væri mikilvægast að svo stöddu en alls hafa 1.862 tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum verið staðfest í landinu. 20 hafa látist. Á vef Reuters kemur fram að frekari óvissa sé nú uppi um hvort kosningarnar fari fram yfir höfuð. Andrzej Duda, sitjandi forseti, hefur haft ágætis forskot í skoðanakönnunum og hefur stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti ýtt á eftir því að kosningarnar fari fram á áætluðum tíma til þess að tryggja sigur Duda. Þó svo að forsætisráðherraembætti Póllands sé valdamesta embættið í landinu er forsetinn æðsti yfirmaður hersins, mikilvæg rödd í utanríkismálum landsins og getur beitt neitunarvaldi gegn lögum sem þingið hefur samþykkt. Duda hefur verið hliðhollur stjórnarflokknum og því telja flokksmenn mikilvægt að hann haldi embætti.
Pólland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira