Dauðsföllum fækkar en Spánn tekur fram úr Kína Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2020 12:01 Maður fluttur á sjúkrahús á Spáni. AP/Alvaro Barrientos Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Dauðsföllum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hefur fækkað lítillega milli daga en þrátt fyrir það hefur Spánn tekið fram úr Kína hvað varðar fjölda staðfestra smita. Á Spáni hækkaði talan um 6.398 og hafa nú minnst 85.195 smit verið staðfest. Í Kína segja opinberar tölur að rúmlega 82 þúsund hafi smitast. 812 dóu síðasta sólarhringinn og hefur þeim fækkað lítillega fimm daga í röð. Alls hafa 7.340 dáið. Meðal þeirra sem hafa smitast á Spáni er Fernando Simón, talsmaður yfirvalda vegna kórónuveirunnar. AP fréttaveitan segir að Simón hafi upprunalega verið hrósað fyrir rólegt viðmót og skýrleika. Það hafi þó breyst með sífellt auknum fjölda smitaðra og látinna í landinu og hann hafi seinna meir verið gagnrýndur fyrir að gera lítið úr faraldrinum. Í Evrópu hefur ástandið verið hvað verst á Ítalíu og Spáni og hafa heilbrigðiskerfi landanna átt erfið með að eiga við vandamálið. Gjörgæslur í sex af sautján héröðum Spánar eru fullar og eru héröð til viðbótar við það að bætast á listann. Verið er að reisa bráðabirgðasjúkrahús víða til að fjölga rúmum. Einnig hefur fjöldi þeirra sem dáið hafa á milli daga lækkað lítillega á Ítalíu. Síðast dóu 756 á milli daga. Flest smit hafa þó greinst í Bandaríkjunum en þeim hefur fjölgað verulega að undanförnu vegna mikillar aukningar í skimunum. Alls hafa 143.055 greinst með veiruna þar í landi, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Þar hafa 2.513 dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Ítalía Tengdar fréttir Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05 Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26. mars 2020 11:05
Fjöldi látinna á Spáni hækkar mjög Fjöldi látinna á Spáni vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, hækkaði um 738 á síðasta sólarhring og er nú í heildina 3.434. 25. mars 2020 18:43