Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2020 12:22 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Borist hafa um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni og þar af nokkrar sem flokka má sem brot hjá rekstraraðilum. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum telur að skerpa þurfi á reglunum gagnvart ungmennum. Tilkynningar um brot á reglum sem gilda um samkomubann hafa hrannast upp á síðustu dögum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Eru þær orðnar um þrjú hudruð talsins. „Flestar snúa að því að fólk er að kvarta yfir hvert öru. Fólk er statt í verslun og finnst næsti maður vera kominn alveg ofan í hálsmálið á sér. Bara eins og við höfum séð í þessum vettvangsferðum sem við höfum farið í. Fólk virðist vera að gleyma sér í að halda tveggja metra bilinu," segir Víðir Um tíu tilkynningar eru vegna brota sem flokka má sem brot rekstraraðila, eða þeirra sem standa fyrir opnun verslunar eða annarar samkomu sem brýtur gegn samkomubanni. Við því getur legið allt að 500 þúsund króna sekt. Fimmtíu þúsund króna sekt liggur við því að sækja samkomuna. Víðir telur að sektarheimildinni hafi þó ekki verið beitt. Hann segir gætt meðalhófs og í fyrstu atrennu er fólki gefið færi á að bæta sig. Í flestum tilvikum hafi verið um mistúlkun á fjöldatakmörkun að ræða. „Eitt dæmið er verslun sem taldi sig vera hluta að undanþágunni um 100 manns en er það ekki. Það er búið að fara yfir það og það var móttekið og verslunin fylgir nú reglunum," segir Víðir. Nýjar tölur um smit verða birtar klukka eitt í dag en í gær voru þau 1.020 talsins. Þar af eru níu manns á gjörgæslu. Ríflega 9.500 manns eru í sóttkví og hátt í níu hundruð í einangrun. Háar sektir liggja við því að brjóta gegn reglum um sóttkí og einangrun. Lítið hefur borist af tilkynningum um slík brot og hefur sektum ekki verið beitt. Í hverfahópum á samfélagsmiðlum hefur verið nokkuð um kvartanir vegna partíhalds hjá ungmennum í heimahúsum um helgina. Víðir segir nokkuð af tilkynningum um það hafa borist. „Við erum að reyna aðeins að skerpa á þessum línum varðandi það að þessar reglur eiga við um alla. Við vitum það alveg að unga fólkið okkar skilur þetta alveg en það hafa kannski ekki allir verið að taka þetta til sín, út af þessum skilaboðum okkar, að við höfum verið að leggja áherslu á eldra fólk og að verja það. Þá hefur unga fólkið kannski hugsað að þetta snerti þau ekki, að þau séu ekki í hættu. Og þó þau smiti einhvern annan ungan að þá skipti það kannski minna máli." „Það er ekki góð hugsun en við þurfum kannski bara að vera skýrari í okkar leiðbeiningum," segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira