Segir brottför Cristiano Ronaldo frá Man. Utd eiga þátt í sigri Íslands á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:00 Cristiano Ronaldo mætti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Leik liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Getty/Ian MacNicol Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube
Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira