Á áttræðisaldri en gefur ekkert eftir í baráttunni við hinn illvíga kórónuvírus Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2020 13:03 Sigurður er á áttræðisaldri, hér á stofugangi. Víst er að nú mæðir mjög á heilbrigðisstéttum landsins og þar er Sigurður góð fyrirmynd. Um það eru þeir sem til þekkja sammála um. Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sigurður Guðmundsson læknir er á áttræðisaldri en lætur það ekki stöðva sig. Hann er í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessari miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Þetta segir Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og birtir mynd af Sigurði á vettvangi á Facebooksíðu sinni. „Hér má sjá hinn síunga eldhuga Sigurð Guðmundsson í framlínunni í baráttu við kórónuvírusinn illvíga. Vinur minn og lærifaðir, Sigurður hefur kennt og þjálfað margar kynslóðir af læknum, meðal annars næstum öllu smitsjúkdómateymi landsins og getið af sér einn þeirra (Bryndís),“ segir Magnús Karl. Hann rekur glæsilegan feril Sigurðar í grófum dráttum: Hann hefur verið sérfræðingur í smitsjúkdómum og prófessor við Læknadeild, landlæknir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, læknir í framlínu heilbrigðisþjónustu í Malaví. „Nú er hann á áttræðisaldri (ótrúlegt en satt) í framlínu heilbrigðisþjónustunnar á stofugangi í þessarar miklu farsótt og hlífir sér hvergi. Sigurður er sönn fyrirmynd og svona fyrirmyndum ber að halda á lofti. Takk.“ Ekki lifa til að fresta dauðanum Frásögn Magnúsar Karls hittir í mark. Fjöldi félaga hans úr heilbrigðisstétt sem og aðrir taka undir með honum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og læknir segir Sigurð magnaðan lækni og kennara. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur notar einnig tækifærið og segir frá eftirlætis tilvitnun hennar, nokkuð sem Sigurður sagði í Kastljósi að Hafrúnu minnir. „Þegar var verið að fjalla um hvað væri óhollt og hollt, hvað mætti gera og hvað mætti ekki gera. Hann sagði sirka þetta: „við getum ekki lifað lífinu til þess eins að fresta dauðanum“. „Ég hef haft þetta bakvið eyrað síðan,“ segir Hafrún. Jón Snædal öldrunarlæknir segir Sigurð lýsandi dæmi um það lán „að spítalinn skuli hafa slakað á aldursmörkum, það verður vonandi aldrei hert aftur.“ Starfslok eiga að vera lending, ekki hrap Boðskapur Jóns rímar við skoðun Sigurðar sjálfs, sem iðkar það sem hann kennir. Í samtali við Fréttablaðið, í viðtali sem tekið var í tilefni af sjötugs afmæli hans segir : „Sigurður er sérfræðingur í smitsjúkdómum og er enn í fullri vinnu á Landspítalanum en segir það nú breytast eins og lög litla lýðveldisins geri ráð fyrir. „Ég mun halda áfram í hálfu starfi, spítalinn vildi það og ég líka, svo það náðust samningar. Mér finnst það frábært. Svo ég tuði svolítið þá finnst mér skrítið og ekki málefnalegt, ef nota má svo lögfræðilegt orðaval, að fólk þurfi að hætta vinnu bara af því það verður 70 ára, það ætti að hafa val,“ segir hann og heldur áfram: „Við kunnum margt á þessum aldri enda höfum við reynt allan fjandann og ég held það sé ástæða til að endurskoða þessar reglur. Starfslokin eiga að vera lending, ekki hrap.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira