Guðni Bergs bjartsýnn í pistli: Trúir því að á endanum komi út sterkari hreyfing með betri rekstur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 14:30 Guðni Bergsson á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli fyrir leik Íslands og Moldóvu í undankeppni EM 2020. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu sambandsins þar sem hann fer yfir stöðuna og framtíðina hjá íslenskum fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað á meðan samkomubann er í gildi og það má búast við að Íslandsmótinu seinki fram í maí og jafnvel fram í júní. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ hefur brugðist við ástandinu með því að stofna vinnuhóp um um fjármál félaga. Guðni hefur nú skrifað pistil og þar horfir hann bjartsýnn á framhaldið hjá íslenskum fótbolta þrátt fyrri erfiða tíma sem stendur. „Það reynir á reksturinn eins og hjá öðrum en með samstilltum aðgerðum og hjálp opinberra aðila þá komumst við í gegnum þetta. Áður en til faraldursins kom höfðum við haft áhyggjur af rekstri og rekstarumhverfi aðildarfélaganna, en nú þurfti svo sannarlega að bregðast við. Ég trúi því að út úr þessu öllu komi á endanum sterkari hreyfing með betri rekstur og áherslur en áður,“ skrifar Guðni Bergsson. Guðni fer yfir verkefni og viðbrögð sambandsins í pistli sínum en þar kemur fram að KSÍ leggi áherslu á það að upplýsingar um framvindu mála verði birtar reglulega á vef KSÍ. Guðni hefur mikla trú á því að íslenski fótboltinn komi sterkur til baka út úr þessum erfiðu óvissu tímum. „Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda. Við eigum fullt inni sem betur fer, sérstaklega á afrekssviðinu bæði hjá félögunum og KSÍ. Við ætlum okkur að njóta fótboltans áfram innan vallar sem utan og þjóna samfélaginu okkar í leiðinni,“ skrifar Guðni Bergsson en það má sjá allan pistil hans með því að smella hér. KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu sambandsins þar sem hann fer yfir stöðuna og framtíðina hjá íslenskum fótbolta á tímum kórónuveirunnar. Öllum knattspyrnuleikjum á Íslandi hefur verið frestað á meðan samkomubann er í gildi og það má búast við að Íslandsmótinu seinki fram í maí og jafnvel fram í júní. Guðni Bergsson og stjórn KSÍ hefur brugðist við ástandinu með því að stofna vinnuhóp um um fjármál félaga. Guðni hefur nú skrifað pistil og þar horfir hann bjartsýnn á framhaldið hjá íslenskum fótbolta þrátt fyrri erfiða tíma sem stendur. „Það reynir á reksturinn eins og hjá öðrum en með samstilltum aðgerðum og hjálp opinberra aðila þá komumst við í gegnum þetta. Áður en til faraldursins kom höfðum við haft áhyggjur af rekstri og rekstarumhverfi aðildarfélaganna, en nú þurfti svo sannarlega að bregðast við. Ég trúi því að út úr þessu öllu komi á endanum sterkari hreyfing með betri rekstur og áherslur en áður,“ skrifar Guðni Bergsson. Guðni fer yfir verkefni og viðbrögð sambandsins í pistli sínum en þar kemur fram að KSÍ leggi áherslu á það að upplýsingar um framvindu mála verði birtar reglulega á vef KSÍ. Guðni hefur mikla trú á því að íslenski fótboltinn komi sterkur til baka út úr þessum erfiðu óvissu tímum. „Það mun birta til um síðir og við munum hefja aftur æfingar og mótahald. Íslenskur fótbolti á bjarta framtíð fyrir sér og það verður spennandi verkefni að þróa hann áfram. Grasrótarstarfið okkar er á heimsmælikvarða þökk sé góðri aðstöðu, vel menntuðum og færum þjálfurum ásamt miklum metnaði og dugnaði leikmanna sem og stjórnenda. Við eigum fullt inni sem betur fer, sérstaklega á afrekssviðinu bæði hjá félögunum og KSÍ. Við ætlum okkur að njóta fótboltans áfram innan vallar sem utan og þjóna samfélaginu okkar í leiðinni,“ skrifar Guðni Bergsson en það má sjá allan pistil hans með því að smella hér.
KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira