Birkir um fangelsisdvölina: „Umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2020 14:12 Birkir lék 74 A-landsleiki, þann fyrsta 1988 og þann síðasta 2004. vísir/getty Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Birkir Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, var í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í hlaðvarpinu Miðjunni á Fótbolta.net. Þar ræðir hann m.a. um fangelsisvist sína. Birkir var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir efnahagsbrot í desember 2015. Hann var viðskiptastjóri hjá einkabankaþjónustu Glitnis fyrir hrun. Birkir og þrír aðrir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Hann fékk upphaflega fimm ára dóm en Hæstiréttur mildaði hann í fjögur ár. „Ég fékk dóminn 3. desember 2015 og fór beint inn í Fangelsismálastofnun daginn eftir og bað um að fá hefja afplánun,“ sagði Birkir. „Ég held að allar tímasetningar séu ömurlegar í þessu en erfitt rétt fyrir jól gagnvart fjölskyldunni og þeim sem standa mér næst. Það var erfitt en ég var búinn að ákveða að ef þetta færi á versta veg myndi ég hefja afplánun einn, tveir og þrír því ég vildi ekki hafa þetta yfir hausamótunum á mér. Ég vildi klára þetta og ganga í verkið.“ Birkir hóf afplánun um viku eftir að dómurinn var kveðinn upp. Fyrstu dagana var hann í fangelsinu á Skólavörðustíg en var svo fluttur á Kvíabryggju skömmu fyrir jól. „Talandi um skrítna tíma þá voru þetta skrítnir tímar og ég óska engum þess að þurfa að sitja inni. Maður bað ekki um það og langaði ekki til þess. En þegar dómurinn var kominn var ekkert annað en að fylgja honum, bíta í það súra epli og takast á við það,“ sagði Birkir. Birkir og Nwanku Kanu fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM 2018.vísir/vilhelm „Það er ýmislegt sem situr eftir varðandi það. Þarna kynntist maður ákveðnu lífi og fólki sem hefur lent utan vegar og var ekki með fjölskyldu og vini til að bakka sig upp. Þetta er umhverfi sem kennir manni að það er ekki allt sjálfgefið sem maður hefur. Maður á kannski bara að þakka fyrir það. En þessi tími leið fljótt og með hjálp vina og vandamanna gekk þetta vel.“ Birkir lauk endanlega við að afplána dóminn í byrjun desember á síðasta ári. „Þú afplánar dóminn á ýmsum stigum. Ég var hátt í eitt ár fyrir vestan [á Kvíabryggju], síðan ferðu á Vernd og svo færðu ökklaband. Þetta er ferli sem er hugsað til að menn byggi sig aftur upp, komi sér aftur á fætur og inn í þjóðfélagið,“ sagði Birkir. Hann segir að dvölin á Kvíabryggju hafi verið bærileg. Birkir í landsleik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2002.vísir/getty „Mér leið alveg ágætlega. Þetta er skrítið og þú setur þig inn í þetta umhverfi. Þarna er gott fólk og þetta var miklu betra en ég átti von á. Auðvitað er þetta frelsissvipting og það er enginn sem óskar sér þess. Það var kannski það erfiðasta. Þú ert bara þarna og ferð ekkert. Þú færð að fara út á lóðina, getur unnið í búverkum og haldið þér við líkamlega. Þetta er umhverfi sem þú ferð inn í og sættir þig við.“ Birkir lék 74 landsleiki og er leikjahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi. Hann lék með Einherja, KA, ÍA, Fram og ÍBV hér á landi, Brann í Noregi, Norrköping í Svíþjóð, Austria Lustenau í Austurríki og Stoke City í Englandi. Hann lék 321 leik í efstu deild og er leikjahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Hlusta má á viðtalið við Birki í heild sinni með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Hrunið Dómsmál Fangelsismál Tengdar fréttir Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Bestu gamlingjatímabil í sögu efstu deildar Vísir fer yfir bestu tímabil sem leikmenn 35 ára og eldri hafa átt í efstu deild karla í fótbolta. 24. mars 2020 10:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn