Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 14:54 Víðir Reynisson, yfirlögreguþjónn, á upplýsingafundi almannavarna 31. mars 2020. Lögreglan Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagðist hafa verulegar áhyggjur af ferðalögum um páskana á upplýsingafundi vegna faraldursins í dag. Eftir því sem fleiri legðu leið sína út á þjóðvegina eða hálendið því meiri yrðu líkurnar á slysum. „Það skapar pressu á heilbrigðiskerfi sem er þanið fyrir,“ sagði Víðir. Ef fólk hópaðist í sumarhúsabyggðir víða um landið væru þúsundir manna að bætast við á heilbrigðissvæðum sem væru ekki byggð til að takast á við það. Einnig væri hætt við því að fólk gleymdi sér í smitgá sem það væri vant heima hjá sér ef það skipti skyndilega um umhverfi. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, brýndi einnig fyrir landsmönnum að ferðast ekki um páskana. Heilbrigðiskerfinu veitti ekki af allri sinni orku til að glíma við COVID-19-sýkningar þó svo að það þyrfti ekki líka að bregðast við hóp- eða stórslys. Víðir sagði þó að ekki stæði til að lækka fjölda þeirra sem mega koma saman yfir páskana til að fyrirbyggja þetta. Til umræðu hefði komið að banna alfarið ferðalög yfir páskana en Víðir sagði að enn sem komið er væru yfirvöld að biðla til fólks að virða tilmæli og að hann teldi að það virkaði. Ekki yrði þó hikað við að grípa til aðgerða með stuttum fyrirvara ef því væri að skipta. „Ég held að langflestir séu að hugsa sér að bóna vélsleðann yfir páskana og ferðast innanhúss,“ sagði hann. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira