Jóhann Berg: „Best case senario“ væri að byrja að spila í ensku úrvalsdeildinni í júní Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2020 16:30 Jóhann Berg Gudmundsson fagnar marki með Burnley. Getty/Chris Brunskill Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, ræddi um framtíð þessa tímabils í ensku úrvalsdeildinni í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. „Staðan hjá mér er skrýtin eins og hjá flestum í heiminum í dag. Þetta er ótrúlegir tímar sem við erum að upplifa og það er enginn undantekning hjá okkur í Manchester,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Hann veit ekkert um framhaldið hjá sér. „Það sem mér finnst óþægilegast persónulega er óvissan. Venjulega þegar þú ert í sumarfríi þá veistu hvenær undirbúningstímabilið byrjar og þú átt að byrja að æfa. Þú ert að reyna að halda þér í formi en að sama skapi þá veistu ekki hvenær þú ert að fara að mæta á æfingar,“ sagði Jóhann Berg. „Það er ekkert vitað um framhaldið hér. Það var talað um miðjan apríl en það er ekki að fara að gerast. Ég sé okkur ekki byrja að æfa fyrr en í fyrsta lagi í maí og deildin byrjar þá ekki fyrr en í byrjun júní. Það væri held ég „best case senario“ ef við slettum aðeins,“ sagði Jóhann Berg. „Ef þetta fer eitthvað lengra en það þá verður mjög erfitt að klára deildina,“ sagði Jóhann Berg en hann ætti að vera að laus við öll meiðsli í júní. „Ég er búinn að missa af fótbolta á þessu tímabili og það væri frábært fyrir mig persónulega að koma sterkur inn í þessa níu síðustu leiki í deildinni og svo landsleikina. Það væri frábært fyrir mig persónulega en það ómögulegt að segja hvað gerist í þessu. Ef deildin fer aftur af stað þá verð ég hundrað prósent klár,“ sagði Jóhann Berg. En hvað með líkurnar á því að tímabilið verði flautað af. „Það eru gríðarlega tekjur sem úrvalsdeildin er að þéna og þeir myndu tapa svakalegum peningum á því. Ég held að það sé algjörlega síðasta sort hjá þeim að fara að fresta þessari deild. Þeir vilja auðvitað klára hana og það verður að ráðast hvernig það verður gert. Það væri hægt að klára þessa níu leiki á fjórum vikum ef það væri spilað mjög þétt,“ sagði Jóhann Berg. „Leikmenn myndu láta sig hafa það að klára tímabilið og auðvitað er það æskilegt. Það yrði hræðilegt fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina og sama skapi fyrir Liverpool ef þessu yrði öllu slaufað. Það yrði hrikalegt fyrir úrvalsdeildina og bara fyrir fótbolta alls staðar. Maður veit ekki neitt en vill klára þetta,“ sagði Jóhann Berg. Viðtalið við Jóhann Berg má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Jóhann Berg í viðtali
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sportið í dag Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira