Fjölbýlishús í London sem staðsett er í Barbican hverfinu og var byggt árið 1965-66 inniheldur fjölmargar stúdíó íbúðir.
Nú er búið að endurhanna þær allar og er útkoman nokkuð glæsileg.
Á YouTube-síðunni Never Too Small er farið í gegnum íbúð sem er 41 fermetri. Húsið er staðsett á besta stað í London og eru þar alls um tvö þúsund mismunandi íbúðir.
Arkitektinn Melanie Schubert hannaði íbúðina sem um ræðir hér að neðan.