Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:33 Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31