Handbolti

Árni Stefán hættur með Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Stefán stoppaði stutt við á Ásvöllum.
Árni Stefán stoppaði stutt við á Ásvöllum. vísir/bára

Árni Stefán Guðjónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Hauka í handbolta eftir aðeins eitt tímabil við stjórnvölinn.

Þrír leikmenn yfirgáfu Hauka í síðustu viku, Saga Sif Gísladóttir, Alexandra Líf Arnarsdóttir og Guðrún Erla Bjarnadóttir, og liðið er núna án þjálfara.

Árni Stefán tók við Haukum fyrir síðasta tímabil. Liðið var í 5. sæti Olís-deildar kvenna þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Þá komust Haukar í undanúrslit Coca Cola-bikarsins þar sem liðið tapaði fyrir KA/Þór.


Tengdar fréttir

Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif

Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×