Körfubolti

Fá mar­traðir um Tryggva eftir leik kvöldsins

Aron Guðmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var öflugur í kvöld
Tryggvi Snær Hlinason var öflugur í kvöld Getty/Marcin Golba

Tryggvi Snær Hlinason, átti virkilega flottan leik þegar að lið hans Bilbao Basket hafði betur gegn La Laguna Tenerife í ACB deildinni á Spáni, lokatölur 95-78 sigur Bilbao.

Tryggvi var sem fyrr í byrjunarliði Bilbao og spilaði um tuttugu mínútur í leik kvöldsins og lét til sín taka. 

Hann setti niður ellefu stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu en ætla má að leikmenn Tenerife hafi orðið smeykir við að mæta Íslendingnum er þeir keyrðu í átt að körfunni í kvöld því Tryggvi átti alls fjóra varða bolta í leiknum.

Sigur Bilbao gerir það að verkum að liðið er nú í níunda sæti ACB deildarinnar og er farið að blanda sér allverulega í baráttuna um sæti í úrslitakeppni deildarinnar en lið Tenerife er einmitt í áttunda sæti deildarinnar sem er síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×