Segir marga veikleika í atvinnuumhverfi listamanna hafa komið upp á yfirborðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 23:00 Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna. Vísir Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af 1544 útdeilingu listamannalauna en breytingarnar bjóða upp á ýmsa möguleika. „Okkur lýst mjög vel á þetta, við höfum alltaf haldið því fram að þetta sé besta fjárfestingin í listsköpun í landinu að beina því sem næst starfseminni. Það hefur sýnt sig og við höfum áratuga reynslu af því. Þetta eru peningar sem skila sér fljótt og örugglega og slá á ótta og kvíða, auka framleiðni og stækka hugmyndaheiminn,“ sagði Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna í samtali við fréttastofu í dag. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið listamönnum erfiðir og sagði Erlingur marga hafa leitað til Bandalags íslenskra listamanna og lýst yfir áhyggjum. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt og við skulum átta okkur á því að listamenn missa kannski vinnuna núna nokkuð reglulega, það er eðli þeirra starfa en viðbragðið hefur alltaf verið að þegar þú missir vinnuna þá ferðu út og býrð eitthvað til.“ Aðstæðurnar hafi þó breyst, listamenn hafi hingað til getað „farið út og búið til“ en nú hafi aðstæðurnar verið þannig að enginn sé til að hlusta eða horfa og þeirri leið hafi verið nánast lokað. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt ástand en við teljum þetta: Ef þú vilt eiga góða viðspyrnu þegar þokuna léttir þá skaltu fjárfesta í þessum hugmyndaheimi og mannauði sem býr í öllu listamannaumhverfinu.“ Hann sagðist gera ráð fyrir því að útdeiling þessa fés muni fara fram að sama hætti og listamannalaunum hefur verið útdeilt hingað til. Listamenn þurfi því að sækja um eins og hefð er fyrir. „Við eigum kerfi og kerfið okkar gengur út á það að fólk sækir um á grunni verkefna sinna og fyrri starfa og hvernig það er statt í sínu ferli og það verður kannski ekkert hjá því komist að fara í gegnum nákvæmlega þetta sama ferli en það er enginn skortur á hugmyndum, ég skal alveg lofa þér því,“ sagði Erling. Þá sagði hann mikið óöryggi hafa verið meðal listamanna, aðeins brotabrot þeirra séu fastráðnir og hafi því fáir öryggisnet á svona tímum. „Stærstur hluti listamanna er ekki bara þessi hópur listamanna sem er að vinna í grunnfrumsköpunarstarfinu. Þetta dreifir sér í gegn um öll nýsköpunarfyrirtæki, kvikmyndabransann, hönnunarbransann, inn í alls konar framleiðslu og nýsköpun. Allir eiginlega á þessum einyrkjasamningum og í þessu einyrkjaumhverfi þannig að þetta er búið að afhjúpa gríðarlega marga veikleika í okkar umhverfi og kannski nær orðið langt út fyrir atvinnuumhverfi listamanna.“ Listamannalaun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Leggur til að listamannalaun verði tífölduð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag grein á Vísi þar sem hann lagði til að listamannalaun yrðu tífölduð. 13. apríl 2020 11:28 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar kemur fram að auka á við listamannalaunin um 250 milljónir. Með því verður hægt að úthluta rúmlega 600 verkefnamánuðum til viðbótar á árinu. Áður var 650 milljónum króna varið í málaflokkinn og hlutu 325 listamenn af 1544 útdeilingu listamannalauna en breytingarnar bjóða upp á ýmsa möguleika. „Okkur lýst mjög vel á þetta, við höfum alltaf haldið því fram að þetta sé besta fjárfestingin í listsköpun í landinu að beina því sem næst starfseminni. Það hefur sýnt sig og við höfum áratuga reynslu af því. Þetta eru peningar sem skila sér fljótt og örugglega og slá á ótta og kvíða, auka framleiðni og stækka hugmyndaheiminn,“ sagði Erling Jóhannesson, forseti Bandalags íslenskra listamanna í samtali við fréttastofu í dag. Síðustu vikur og mánuðir hafa verið listamönnum erfiðir og sagði Erlingur marga hafa leitað til Bandalags íslenskra listamanna og lýst yfir áhyggjum. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt og við skulum átta okkur á því að listamenn missa kannski vinnuna núna nokkuð reglulega, það er eðli þeirra starfa en viðbragðið hefur alltaf verið að þegar þú missir vinnuna þá ferðu út og býrð eitthvað til.“ Aðstæðurnar hafi þó breyst, listamenn hafi hingað til getað „farið út og búið til“ en nú hafi aðstæðurnar verið þannig að enginn sé til að hlusta eða horfa og þeirri leið hafi verið nánast lokað. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt ástand en við teljum þetta: Ef þú vilt eiga góða viðspyrnu þegar þokuna léttir þá skaltu fjárfesta í þessum hugmyndaheimi og mannauði sem býr í öllu listamannaumhverfinu.“ Hann sagðist gera ráð fyrir því að útdeiling þessa fés muni fara fram að sama hætti og listamannalaunum hefur verið útdeilt hingað til. Listamenn þurfi því að sækja um eins og hefð er fyrir. „Við eigum kerfi og kerfið okkar gengur út á það að fólk sækir um á grunni verkefna sinna og fyrri starfa og hvernig það er statt í sínu ferli og það verður kannski ekkert hjá því komist að fara í gegnum nákvæmlega þetta sama ferli en það er enginn skortur á hugmyndum, ég skal alveg lofa þér því,“ sagði Erling. Þá sagði hann mikið óöryggi hafa verið meðal listamanna, aðeins brotabrot þeirra séu fastráðnir og hafi því fáir öryggisnet á svona tímum. „Stærstur hluti listamanna er ekki bara þessi hópur listamanna sem er að vinna í grunnfrumsköpunarstarfinu. Þetta dreifir sér í gegn um öll nýsköpunarfyrirtæki, kvikmyndabransann, hönnunarbransann, inn í alls konar framleiðslu og nýsköpun. Allir eiginlega á þessum einyrkjasamningum og í þessu einyrkjaumhverfi þannig að þetta er búið að afhjúpa gríðarlega marga veikleika í okkar umhverfi og kannski nær orðið langt út fyrir atvinnuumhverfi listamanna.“
Listamannalaun Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Tengdar fréttir Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47 Leggur til að listamannalaun verði tífölduð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag grein á Vísi þar sem hann lagði til að listamannalaun yrðu tífölduð. 13. apríl 2020 11:28 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Ekkert sérstaklega háar fjárhæðir sem hjálpi þó eitthvað Of mikið er einblínt á fyrirtækin í nýjum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar að mati þingmanns Samfylkingarinnar. 21. apríl 2020 16:47
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir upp á 60 milljarða Lítil og meðalstór fyrirtæki geta bæði fengið styrki og hagstæð lán til að laga stöðu sína samkvæmt aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti í dag. 21. apríl 2020 16:47
Leggur til að listamannalaun verði tífölduð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, birti í dag grein á Vísi þar sem hann lagði til að listamannalaun yrðu tífölduð. 13. apríl 2020 11:28