Telja sig á spori viðsjálla svarthola Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2020 13:09 Teikning af svartholi af gleypa í sig stjörnu. Vísindamenn telja að slíkur viðburður hafi valdið röntgenblossa sem tvö gervitungl komu auga á árið 2006. ESA/Hubble, M. Kornmesser Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi. Geimurinn Vísindi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta, þar á meðal í Vetrarbrautinni okkar. Stjarnvísindamönnum hefur gengið verr að finna meðalstór svarthol þar sem þau eru minni og ekki eins virk og þau tröllauknu. Meðalstór svarthol eru minni en þau risavöxnu í miðju vetrarbrauta en stærri en þau sem verða til eftir að massamiklar stjörnur springa sem sprengistjörnur. Þau eru talin „týndur hlekkur“ í þróun svarthola og hafa að geyma svörin við spurningum um hvernig risasvarthol verða til. Hópur vísindamanna telur sig nú hafa fundið sterkustu vísbendinguna til þessa um meðalstórt svarthol í röntgenblossa sem Chandra-röntgengeimsjónauki bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og XMM-Newton-gervitungl evrópsku geimstofnunarinnar ESA komu auga á árið 2006. Blossinn var eini vænlegi kandítötum af þeim þúsundum sem teymið skoðaði í athugunum XMM-Newton. Frekari athuganir teymisins með Hubble-geimsjónaukanum leiddu vísindamennina til þeirrar ályktunar að blossinn hafi orðið þegar meðalstórt svarthol gleypti í sig stjörnu sem villtist inn í þyngdarsvið þess. „Meðalstór svarthol eru mjög viðsjál fyrirbæri þannig að það er lykilatriði að íhuga og útiloka vandalega aðrar skýringar fyrir hvern mögulegan kandídat. Það er það sem Hubble gerði okkur kleift með kandídatinn sem við skoðuðum,“ segir Dacheng Lin frá Háskólanum í New Hamsphire í Bandaríkjunum. Grein um rannsóknin birtist í vísindaritinu Astrophysical Journal Letters. Staðsetning svartholsins er merkt með hring á þessari mynd Hubble-geimsjónaukans. Það er að finna í stjörnuþyrpingu á útjaðri vetrarbrautarinnar sem sést á miðju myndarinnar.NASA, ESA, og D. Lin (Háskólinn í New Hampshire) 50.000 sinnum massameiri en sólin Aðeins komu tvær skýringar til greina. Annað hvort kom blossinn frá fjarlægu meðalstóru svartholi utan Vetrarbrautarinnar þegar það gleypti stjörnu eða frá kólnandi nifteindastjörnu innan Vetrarbrautarinnar. Nifteindastjörnur eru ofurþéttar leifar sprengistjarna. Athuganir Hubble bentu til þess fyrrnefnda. Staðsetning svartholsins kom einnig heim og saman við kenningar vísindamannanna. Það er í fjarlægri og þéttri stjörnuþyrpingu á útjaðri annarrar vetrarbrautar. Lin og félagar áætla út frá bjarma röntgenblossans að svartholið sé um 50.000 sinnum massameira en sólin okkar. Stjarnvísindamennirnir telja að stjörnuþyrpingin þar sem svartholið situr sé mögulega kjarni dvergvetrarbrautar sem hefur raskast vegna þyngdar- og flóðkrafta stærri vetrarbrautarinnar. „Að rannsaka uppruna og þróun meðalstórra svarthola gefur okkur loksins svör við hvernig risasvartholin sem við finnum í miðju risavaxinna vetrarbrauta urðu til,“ segir Natalie Webb frá Háskólanum í Tolouse í Frakklandi.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent