Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2020 14:00 Guðmundur Hólmar (nr. 8) lék með WestWien í tvö ár. vísir/getty Handboltatímabilið í Austurríki hefur verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert lið verður meistari, engin lið falla og engin lið fara upp um deild. Guðmundur Hólmar Helgason er eini Íslendingurinn sem leikur í Austurríki, með WestWien í höfuðborginni. Samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik í búningi WestWien. Í samtali við Vísi í dag sagði Guðmundur að ákvörðun austurríska handknattleikssambandsins að hætta keppni hafi ekki komið sér á óvart. „Það eru þrjár vikur síðan við hættum skipulögðum æfingum saman. Maður sá ekki hvernig þeir ætluðu að gera þetta öðruvísi en svona. Kannski að klára úrslitakeppnina seinna en svo sáu menn hvernig þessi veira þróaðist og það var ekkert annað í spilunum en gera þetta svona,“ sagði Guðmundur. Fjölskylda Guðmundar heldur sig heima þessa dagana en samkomubann er í gildi í Austurríki. „Hjá okkur, nálægt Vín, er búið að loka skólum. Þeir eru aðeins búnir að herða þetta. Ef þú ferð í matvörubúð eða meðal almennings þarftu að vera með grímu. Samkomubannið hérna miðast við fimm manns. Ég á tvo stráka og við feðgarnir erum ansi góðir hérna heima og frúin nær að vinna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hólmar tekur á Spánverjanum Raúl Entrerríos í leik á HM 2017 í Frakklandi.vísir/getty Þegar keppni var hætt átti WestWien fjóra leiki eftir í austurrísku úrvalsdeildinni auk úrslitakeppninnar. Liðið var hins vegar dottið úr leik í bikarkeppninni. „Við höfðum bara tapað einum leik eftir áramót og það var í bikarnum. Við vorum taplausir í deildinni og það var ágætis gangur í þessu. Þetta er súrt en ekkert við þessu að segja. Svo bjóst maður alveg við þessu,“ sagði Guðmundur. Á síðasta tímabili voru fjórir Íslendingar bara hjá WestWien; Guðmundur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Viggó Kristjánsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson sem var látinn taka pokann sinn um mitt tímabil. „Þetta var skammlíf Íslendinganýlenda. Þeir létu Hannes fara um áramótin og menn voru ekki sáttir við þá ákvörðun enda var árangurinn þokkalegur og tímabilið bara hálfnað,“ sagði Guðmundur en Viggó fór til Þýskalands eftir síðasta tímabil og Ólafur Bjarki kom aftur heim og gekk í raðir Stjörnunnar. Guðmundur Hólmar í loftköstum.vísir/getty Eins og áður sagði verður Guðmundur ekki áfram hjá WestWien og hann er nú í leit að nýju liði. Góðar líkur eru á hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. „Við erum að skoða þetta. Maður vill ekki vera kvarta yfir sínum málum þegar ástandið er svona í heiminum en þessi mál fóru á ís þegar veiran fór á flug. Við ætlum bara að bíða og sjá en megum ekki gera það of lengi,“ sagði Guðmundur. „Konan er að vinna heima fyrir íslenskt fyrirtæki. Við erum alvarlega að skoða að fara heim.“ Guðmundur segist hafa verið í viðræðum við annað lið í Austurríki en það mál sé á ís eins og er. „Það er ekki komið endanlegt svar frá þeim eða ákvörðun frá okkur,“ sagði Akureyringurinn. Aðspurður segir hann líklegra en ekki að hann spili heima á næsta tímabili. „Ætli það séu ekki meiri líkur en minni.“ Guðmundur hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fjögur ár. Fyrstu tvö árin lék hann með Cesson-Rennes í Frakklandi en gekk svo raðir WestWien 2018. Hér heima lék Guðmundur með Val og Akureyri. Handbolti Austurríki Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Handboltatímabilið í Austurríki hefur verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert lið verður meistari, engin lið falla og engin lið fara upp um deild. Guðmundur Hólmar Helgason er eini Íslendingurinn sem leikur í Austurríki, með WestWien í höfuðborginni. Samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik í búningi WestWien. Í samtali við Vísi í dag sagði Guðmundur að ákvörðun austurríska handknattleikssambandsins að hætta keppni hafi ekki komið sér á óvart. „Það eru þrjár vikur síðan við hættum skipulögðum æfingum saman. Maður sá ekki hvernig þeir ætluðu að gera þetta öðruvísi en svona. Kannski að klára úrslitakeppnina seinna en svo sáu menn hvernig þessi veira þróaðist og það var ekkert annað í spilunum en gera þetta svona,“ sagði Guðmundur. Fjölskylda Guðmundar heldur sig heima þessa dagana en samkomubann er í gildi í Austurríki. „Hjá okkur, nálægt Vín, er búið að loka skólum. Þeir eru aðeins búnir að herða þetta. Ef þú ferð í matvörubúð eða meðal almennings þarftu að vera með grímu. Samkomubannið hérna miðast við fimm manns. Ég á tvo stráka og við feðgarnir erum ansi góðir hérna heima og frúin nær að vinna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hólmar tekur á Spánverjanum Raúl Entrerríos í leik á HM 2017 í Frakklandi.vísir/getty Þegar keppni var hætt átti WestWien fjóra leiki eftir í austurrísku úrvalsdeildinni auk úrslitakeppninnar. Liðið var hins vegar dottið úr leik í bikarkeppninni. „Við höfðum bara tapað einum leik eftir áramót og það var í bikarnum. Við vorum taplausir í deildinni og það var ágætis gangur í þessu. Þetta er súrt en ekkert við þessu að segja. Svo bjóst maður alveg við þessu,“ sagði Guðmundur. Á síðasta tímabili voru fjórir Íslendingar bara hjá WestWien; Guðmundur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Viggó Kristjánsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson sem var látinn taka pokann sinn um mitt tímabil. „Þetta var skammlíf Íslendinganýlenda. Þeir létu Hannes fara um áramótin og menn voru ekki sáttir við þá ákvörðun enda var árangurinn þokkalegur og tímabilið bara hálfnað,“ sagði Guðmundur en Viggó fór til Þýskalands eftir síðasta tímabil og Ólafur Bjarki kom aftur heim og gekk í raðir Stjörnunnar. Guðmundur Hólmar í loftköstum.vísir/getty Eins og áður sagði verður Guðmundur ekki áfram hjá WestWien og hann er nú í leit að nýju liði. Góðar líkur eru á hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. „Við erum að skoða þetta. Maður vill ekki vera kvarta yfir sínum málum þegar ástandið er svona í heiminum en þessi mál fóru á ís þegar veiran fór á flug. Við ætlum bara að bíða og sjá en megum ekki gera það of lengi,“ sagði Guðmundur. „Konan er að vinna heima fyrir íslenskt fyrirtæki. Við erum alvarlega að skoða að fara heim.“ Guðmundur segist hafa verið í viðræðum við annað lið í Austurríki en það mál sé á ís eins og er. „Það er ekki komið endanlegt svar frá þeim eða ákvörðun frá okkur,“ sagði Akureyringurinn. Aðspurður segir hann líklegra en ekki að hann spili heima á næsta tímabili. „Ætli það séu ekki meiri líkur en minni.“ Guðmundur hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fjögur ár. Fyrstu tvö árin lék hann með Cesson-Rennes í Frakklandi en gekk svo raðir WestWien 2018. Hér heima lék Guðmundur með Val og Akureyri.
Handbolti Austurríki Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira