Tengja sjö smit við umdeildar kosningar í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 11:13 Kjósendur bíða í röð eftir að fá að kjósa í framhaldsskóla í Milwaukee í Wisconsin 7. apríl. Skortur á starfsmönnum kjörstjórnar þýddi að kjörstöðum var fækkað úr tæplega 200 niður í aðeins fimm fyrir alla borgina. Vísir/EPA Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35
Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25
Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent