Vinna að leiðbeiningum fyrir tjaldstæði í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 16:38 Tjaldstæðið í Hallormsstað. Gæta þarf að sóttvörnum á opinberum stöðum vegna kórónuveirunnar í sumar. Vísir/Vilhelm Starfsmenn sóttvarnalæknis vinna nú að leiðbeiningum um þrif og sóttvarnir fyrir tjaldstæði og almenningssalerni vegna kórónuveirufaraldursins til að hægt verði að halda úti starfsemi í sumar þegar fólk ferðast innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að gæta þyrfti sérstaklega að sóttvörnum á opinberum stöðum í sumar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Við þurfum að njóta náttúru og útiveru en einnig gæta að einföldum reglum,“ sagði Víðir á fundinum. Þannig minnti hann fólk á að gæta tveggja metra nándarreglu þegar það væri úti að ganga eða hreyfa sig. Varðandi viðburði eins og brúðkaup í sumar ráðlagði Víði fólki að skipuleggja þá með fleira en eina áætlun í huga. Gera þyrfti ráð fyrir að hægt væri að virða tveggja metra regluna í sumar hvort sem það yrði algild regla í sumar eða ekki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði margar fyrirspurnir nú berast varðandi hópamyndanir í sumar. Engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar um hvað tekur við af fimmtíu manna samkomubanni sem tekur gildi 4. maí og gildi til 1. júní. Í minnisblaði sem hann hefði sent heilbrigðisráðherra hefði hann lagt til að hundrað manna samkomubann tæki mögulega við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag.Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. 22. apríl 2020 15:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Starfsmenn sóttvarnalæknis vinna nú að leiðbeiningum um þrif og sóttvarnir fyrir tjaldstæði og almenningssalerni vegna kórónuveirufaraldursins til að hægt verði að halda úti starfsemi í sumar þegar fólk ferðast innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að gæta þyrfti sérstaklega að sóttvörnum á opinberum stöðum í sumar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Við þurfum að njóta náttúru og útiveru en einnig gæta að einföldum reglum,“ sagði Víðir á fundinum. Þannig minnti hann fólk á að gæta tveggja metra nándarreglu þegar það væri úti að ganga eða hreyfa sig. Varðandi viðburði eins og brúðkaup í sumar ráðlagði Víði fólki að skipuleggja þá með fleira en eina áætlun í huga. Gera þyrfti ráð fyrir að hægt væri að virða tveggja metra regluna í sumar hvort sem það yrði algild regla í sumar eða ekki. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði margar fyrirspurnir nú berast varðandi hópamyndanir í sumar. Engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar um hvað tekur við af fimmtíu manna samkomubanni sem tekur gildi 4. maí og gildi til 1. júní. Í minnisblaði sem hann hefði sent heilbrigðisráðherra hefði hann lagt til að hundrað manna samkomubann tæki mögulega við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, (t.v.) og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag.Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. 22. apríl 2020 15:48 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá. 22. apríl 2020 15:48