Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2020 09:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/AP Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins. Ástralía Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. Ökumaður Porsche-bifreiðar, sem stöðvaður hafði verið vegna ofsaaksturs, flúði vettvang slyssins ómeiddur en tók fyrst myndir af slysinu og birti á samfélagsmiðlum. Tveir lögreglumannanna stöðvuðu ökumanninn, hinn 41 árs Richard Pusey að því er fram kemur í frétt Guardian, og beindu honum inn á neyðarakrein við hraðbrautina. Tveir lögreglumenn til viðbótar voru svo kallaðir á vettvang til aðstoðar við að gera bifreið Pusey upptæka, eftir að hann sýndi jákvæða niðurstöðu úr fíkniefnaprófi. Lögreglumennirnir fjórir voru allir komnir út úr bílum sínum og voru við störf þegar stór vörubíll sveigði inn á neyðarakreinina og hafnaði á þeim. Lögreglumennirnir létust allir við áreksturinn, og þá gjöreyðilagðist Porsche-bíllinn, en Pusey og bílstjóri vörubílsins hlutu enga eða minniháttar áverka. Pusey, sem sagður er eiga umfangsmikinn afbrotaferil að baki, tók myndir af slysinu og birti á Facebook áður en hann flúði vettvang. Myndirnar eru sagðar afar ósmekklegar og lögregla í Viktoríu-fylki hefur hvatt almenning til að dreifa þeim ekki á netinu. Pusey hafði síðar samband við lögreglu og er sagður munu gefa sig fram. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á sjúkrahús og vonast lögregla til að ræða við hann í dag. Þá fékk lögregla heimild til leitar á heimili hans en hann er sagður hafa fengið einhvers konar veikindakast á vettvangi. Graham Ashton lögreglustjóri í Viktoríufylki sagði slysið hvíla þungt á lögreglu. Aldrei hafa fleiri lögregluþjónar látist í einu við störf í sögu umdæmisins.
Ástralía Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira