Hafa verið meðvituð um blóðtappahættuna vegna Covid í tvo mánuði: Hvað veldur svo hastarlegu ónæmissvari er hins vegar ráðgáta Birgir Olgeirsson skrifar 23. apríl 2020 12:37 Blóðlæknar á Landspítalanum vöktu athygli á blóðstorknun meðal Covid-sjúklinga fyrir nokkrum vikum til að auka vitund innan spítalans um meinið. LSH/Þorkell Þorkelsson Bandarískir læknar hafa lýst áhyggjum af blóðtöppum sem tengjast Covid-19 sjúkdóminum. Yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans segir þetta hafa verið vitað hér á landi í tvo mánuði. Hver einasti sjúklingur sé skimaður vegna þessarar hættu. Læknar í Bandaríkjunum segja að útlit sé fyrir að Covid-19 ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðstorknun veldur blóðtöppum en svo virðist sem Covid-19 valdi svo hastarlegu ónæmissvari að storkukerfi líkamans fari í gang. Þannig hafi læknar í Bandaríkjunum séð ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum sjúklingum. Blóðlæknar Landspítalans bentu á vandann fyrir nokkrum vikum „Það hefur verið ljóst núna allavega í tvo mánuði gæti ég ímyndað mér að Covid-19 sýkingin hún veldur hastarlegu ónæmissvari og ræsingu á storkukerfinu. Það eru nokkrar vikur síðan að blóðlæknarnir sem eru starfandi á Landspítalanum sendu frá sér fyrstu greinarnar þess efnis til að auka meðvitund um þetta. Partur af okkar starfi er að skima fyrir ræsingu storkukerfisins. Það gerum við við hvern einasta sjúkling sem kemur á göngudeildina okkar og leggst inn. Við höfum verið meðvituð um þetta hér um ansi langt skeið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans.Vísir Blóðþynningarlyf ekki hættulaus Læknar í Bandaríkjunum vekja athygli á því að réttast séað gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó þeir sýni ekki merki blóðstorknunar. Ragnar segir það ekki gert hér á landi, enda geti blóðþynnandi meðferð valdið blæðingum. „Nei, við höfum ekki stundað það. Við notum lyfin þegar við teljum það eiga við. Það er þannig og hefur verið ljóst í marga áratugi að það að verða veikur og liggja fyrir, það eykur líkur á blóðtöppum og blóð til lungna. Svo höfum við vitað lengi að það verður ræsing á storkukerfinu þannig að við höfum verið meðvituð um þessa hættu. Við höfum skimað fólk fyrir ræsingu í storkukerfinu og ef við þurfa þykir höfum við sett það í tölvusneiðmynd. Ég held að það sé ekki ennþá orðin ábending fyrir því að setja alla á blóðþynnandi meðferð, enda er hún ekki hættulaus og eykur líkur á blæðingum. Ég held að við gerum eitt sem er betra en þeir ráðleggja, það er að sinna okkar sjúklingum. Við getum fylgt þeim eftir og kallað inn í skoðun þess vegna daglega ef svo ber undir. Ég held að það trompi það að setja bara lyf blint út í allt samfélagið, það er að sinna fólki vel og nota lyfin þegar þörf er á þeim,“ segir Ragnar Freyr. Hastarleg ónæmisræsing kemur á óvart Hann segir það koma á óvart hversu mikil ónæmisræsing verði hjá sjúklingum sem sýkjast af kórónuveirunni. „Það virðist vera sem svo að veiran fari inn í líkamann í gegnum ákveðin viðtæki. Og jafnvel fari inn í frumur ónæmiskerfisins í gegnum ákveðin viðtæki og geti þannig ræst ónæmissvarið meira en kannski aðrar veirur hefðu gert. Aðrar kórónuveirur virðast ekki hegða sér á viðlíka hátt, allavega ekki eftir því sem ég kemst næst.“ Hópur lækna á Landspítalinn hefur hafið rannsóknir á kórónuveirunni og sjúkdóminum sem hún veldur. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Fjöldi spurninga vakna Rannsóknir á þessari veiru og veikindunum sem hún veldur eru rétt að hefjast. Fjöldi greina muni birtast á komandi mánuðum þar sem áhrif hennar verða könnuð nánar í ólíkum samfélögum og ólíkir vinklar skoðaðir. „Það má segja að Covid-19 faraldurinn veki óteljandi spurningar því við getum séð svo margt hjá svo mörgum á svo skömmum tíma. Og það er öðruvísi þegar þú ert að glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Það er langt á milli atburða þegar kemur að sjaldgæfum sjúkdómum. En núna eru svo margir að veikjast um allan heim af kórónuveirunni. Auðvitað kvikna upp endalausar spurningar varðandi samspil veirunnar og ónæmiskerfisins, hvernig skaði verður í hinum fjölmörgu líffæra kerfum sem viðbragð við bæði veirunni og ónæmiskerfinu. Maður er að reyna að skilja svo marga hluti í senn. Við höfum náttúrlega í þessum faraldri alveg sérstakt tækifæri til að gera það mjög vel og vandlega. Landspítalinn og starfsmenn hans ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Það hefur þegar verið settur á laggirnar mjög öflugur og breiður hópur heilbrigðisstarfsfólks, fyrst og fremst lækna, sem ætla að nota þetta tækifæri til hlítar.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22. apríl 2020 18:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Bandarískir læknar hafa lýst áhyggjum af blóðtöppum sem tengjast Covid-19 sjúkdóminum. Yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans segir þetta hafa verið vitað hér á landi í tvo mánuði. Hver einasti sjúklingur sé skimaður vegna þessarar hættu. Læknar í Bandaríkjunum segja að útlit sé fyrir að Covid-19 ráðist ekki eingöngu á öndunarfæri heldur einnig nýru, hjörtu, lifrar og heila. Blóðstorknun veldur blóðtöppum en svo virðist sem Covid-19 valdi svo hastarlegu ónæmissvari að storkukerfi líkamans fari í gang. Þannig hafi læknar í Bandaríkjunum séð ummerki blóðstorknunar í mismunandi líffærum sjúklingum. Blóðlæknar Landspítalans bentu á vandann fyrir nokkrum vikum „Það hefur verið ljóst núna allavega í tvo mánuði gæti ég ímyndað mér að Covid-19 sýkingin hún veldur hastarlegu ónæmissvari og ræsingu á storkukerfinu. Það eru nokkrar vikur síðan að blóðlæknarnir sem eru starfandi á Landspítalanum sendu frá sér fyrstu greinarnar þess efnis til að auka meðvitund um þetta. Partur af okkar starfi er að skima fyrir ræsingu storkukerfisins. Það gerum við við hvern einasta sjúkling sem kemur á göngudeildina okkar og leggst inn. Við höfum verið meðvituð um þetta hér um ansi langt skeið,“ segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-deildar Landspítalans. Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans.Vísir Blóðþynningarlyf ekki hættulaus Læknar í Bandaríkjunum vekja athygli á því að réttast séað gefa sjúklingum blóðþynningarlyf, jafnvel þó þeir sýni ekki merki blóðstorknunar. Ragnar segir það ekki gert hér á landi, enda geti blóðþynnandi meðferð valdið blæðingum. „Nei, við höfum ekki stundað það. Við notum lyfin þegar við teljum það eiga við. Það er þannig og hefur verið ljóst í marga áratugi að það að verða veikur og liggja fyrir, það eykur líkur á blóðtöppum og blóð til lungna. Svo höfum við vitað lengi að það verður ræsing á storkukerfinu þannig að við höfum verið meðvituð um þessa hættu. Við höfum skimað fólk fyrir ræsingu í storkukerfinu og ef við þurfa þykir höfum við sett það í tölvusneiðmynd. Ég held að það sé ekki ennþá orðin ábending fyrir því að setja alla á blóðþynnandi meðferð, enda er hún ekki hættulaus og eykur líkur á blæðingum. Ég held að við gerum eitt sem er betra en þeir ráðleggja, það er að sinna okkar sjúklingum. Við getum fylgt þeim eftir og kallað inn í skoðun þess vegna daglega ef svo ber undir. Ég held að það trompi það að setja bara lyf blint út í allt samfélagið, það er að sinna fólki vel og nota lyfin þegar þörf er á þeim,“ segir Ragnar Freyr. Hastarleg ónæmisræsing kemur á óvart Hann segir það koma á óvart hversu mikil ónæmisræsing verði hjá sjúklingum sem sýkjast af kórónuveirunni. „Það virðist vera sem svo að veiran fari inn í líkamann í gegnum ákveðin viðtæki. Og jafnvel fari inn í frumur ónæmiskerfisins í gegnum ákveðin viðtæki og geti þannig ræst ónæmissvarið meira en kannski aðrar veirur hefðu gert. Aðrar kórónuveirur virðast ekki hegða sér á viðlíka hátt, allavega ekki eftir því sem ég kemst næst.“ Hópur lækna á Landspítalinn hefur hafið rannsóknir á kórónuveirunni og sjúkdóminum sem hún veldur. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell Fjöldi spurninga vakna Rannsóknir á þessari veiru og veikindunum sem hún veldur eru rétt að hefjast. Fjöldi greina muni birtast á komandi mánuðum þar sem áhrif hennar verða könnuð nánar í ólíkum samfélögum og ólíkir vinklar skoðaðir. „Það má segja að Covid-19 faraldurinn veki óteljandi spurningar því við getum séð svo margt hjá svo mörgum á svo skömmum tíma. Og það er öðruvísi þegar þú ert að glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Það er langt á milli atburða þegar kemur að sjaldgæfum sjúkdómum. En núna eru svo margir að veikjast um allan heim af kórónuveirunni. Auðvitað kvikna upp endalausar spurningar varðandi samspil veirunnar og ónæmiskerfisins, hvernig skaði verður í hinum fjölmörgu líffæra kerfum sem viðbragð við bæði veirunni og ónæmiskerfinu. Maður er að reyna að skilja svo marga hluti í senn. Við höfum náttúrlega í þessum faraldri alveg sérstakt tækifæri til að gera það mjög vel og vandlega. Landspítalinn og starfsmenn hans ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Það hefur þegar verið settur á laggirnar mjög öflugur og breiður hópur heilbrigðisstarfsfólks, fyrst og fremst lækna, sem ætla að nota þetta tækifæri til hlítar.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22. apríl 2020 18:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Bóluefni gegn kórónuveirunni er í hraðri þróun. Þá gæti viðurkennt lyf gegn Covid-sjúkdóminum breytt viðbúnaði yfirvalda vegna veirunnar. Það færi þó eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu í stóru þýði þjóðar. 22. apríl 2020 18:36