Fólk hvatt til útiveru á sumardaginn fyrsta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. apríl 2020 12:45 Það gæti verið tilvalið að skella sér út að hjóla í dag, fyrst hátíðahöld falla víðast hvar niður. Vísir/vilhelm Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta, sem er í dag, hafa víðast hvar verið felld niður vegna kórónuveirunnar. Víða er þó bjart og fallegt veður og eru landsmenn hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins. Þá segir veðurfræðingur að veðrið á sumardaginn fyrsta segi ekkert til um hvernig veðrið verður í sumar. Sumardagurinn er fyrsti fimmtudagurinn á bilinu 19. til 25. apríl. Venjulega fara hátíðarhöld víða fram á sumardaginn fyrsta, og eru skrúðgöngur iðulega hluti af slíkri dagskrá. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa hátíðarhöld verið felld niður í ár að því er fram kemur á vef Skátanna. Landsmenn eru þó hvattir til að nýta daginn með fjölskyldunni, fara út og njóta dagsins, en muna tveggja metra regluna. Veðrið er að minnsta kosti fínt víðast hvar á landinu í dag að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. „Bjart og fallegt verður á Norður- og Austurlandi og smá skúrir og skýjað á sunnan- og vestanverðu landinu.“ En n æ stu dagar, erum vi ð a ð sigla inn í sumari ð ? „Já, á morgun er þetta áfram svipað en aðeins meiri væta sunnan- og vestanlands en síðan snýst þetta við á laugardaginn, þá birtir til hérna um suðvestanvert landið og skúrir og él fyrir norðan. En síðan eftir það er útlit fyrir mjög vorlegt veður,“ segir Birgir Örn. Í gær voru sagðar fréttir af því að langtímaspár gerðu ráð fyrir köldu sumri. „Þær eru það ótryggar að ég myndi ekki þora að segja neitt út frá þeim. Þær eru oftar en ekki rangar. Ég held nú að í fyrra hafi langtímaspáin talað um vætusamt sumar og svo hefur það sjaldan verið jafn þurrt.“ Þá segir Birgir Örn að mýtan um að ef veðrið sé gott á sumardaginn fyrsta, verði það ekki gott um sumarið - eigi við engin rök að styðjast. „Það er oft einhver fótur fyrir þessum gömlu mýtum en þetta er nú ekki ein af þeim. Það er búið að taka það saman að veðrið getur verið allavegana,“ segir Birgir Örn.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira